Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Side 85
83
IV. SÖTTARFAR OG SJÚKDÖMAR
Arvissar farsóttir höguðu sér líkt og venjulega. Nokkur brögð
voru að hlaupabólu og rauðum hundum og talsverður faraldur af
inflúensu, bæði á fyrstu og síðustu mánuðum ársins. Manndauði
varð nú aftur með alminnsta móti, eða 6,9 o/oo af landsbúum.
FARSÖTTIR
Töflur II, III og IV, 1-26
1. Taugaveiki (001 febris typhoides)
Töflur II, III og IV, 1
1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972
Sjúkl tt tt tt tt tt tt tt tt tt 1
Dánir n tt tt ft tt tt tt tt tt tt
Sjúklingur sá, sem hér er skráður með taugaveiki, smitaðist í Ind-
landi. Taugaveiki og taugaveikisbróðir voru ekki aðgreindar sóttir
á farsóttaskrá fyrr en árið 1951. Hér fer á eftir skráning á
taugaveiki eftir 1930^ Vitað er, að tilfelli það, sem skráð var
1950, var taugaveikisbróðir. Örugglega hefur taugaveiki því ekki
komið upp innanlands eftir 1947, og síðasta mannslát af völdum veik-
innar varð 1939. Vegna mikilla samgangna við lönd, þar sem tauga-
veiki er meira eða minna landlæg, má hvenaar sem er búast við því,
að veikin berist hingað, og þurfa læknar að vera vel á verði fyrir
því.
Skráning á taugaveiki frá 1930:
Ar Tilfe:
1931 48
1932 63
1933 11
1934 19
1935 24
1936 9
1937 20
1938 3
1939 6
1940 3
1941 4
1942 5
1944 4
1945 1
1946 1
1947 2
1950 1
1972 1