Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Page 100
98
Þessar reglugerðir og samþykktir varðandi heilbrigðismál voru gefn-
ar út af ríkisstjórninni (blrtar í B-deild Stjórnartíðinda):
1. Reglugerð nr. 18 20. jan., um eftirlitsgjald lyfjabúða fyrir
árið 1971.
2. Skipulagsskrá nr. 30 20. jan., fyrir Bókasjóð Hjúkrunarfélags
Islands.
3. Reglugerð nr. 32 25. jan., um lágmarkslífeyri og hækkun trygg-
ingabóta samkvsant lögum um almannatryggingar.
4. Reglugerð nr. 31 27. jan., um heimilishjálp í Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu.
5. Heilbrigðisreglugerð nr. 45 8. febr.
6. Reglugerð nr. 70 10. febr., um heilbrigðiseftirlit með klak-
stöðvum og eldisstöðvum.
7. Reglugerð nr. 49 2. mars, um holræsi í Húsavíkurkaupstað.
8. Reglugerð nr. 53 2. mars, fyrir Vatnsveitu Húsavíkur.
9. Reglugerð nr. 54 2. mars, um breyting á reglugerð fyrir
Vatnsveitu Akraness nr. 294 31. desember 1964.
10. Reglugerð nr. 56 6. mars, um breyting á reglugerð fyrir
Vatnsveitu Borgarness nr. 91 26. maí 1971.
11. Auglýsing nr. 88 16. mars, um löggildingu viðauka danska lyf-
seðlasafnsins 1963 á íslandi.
12. Reglugerð nr. 44 17. mars, um breyting á reglugerð um eftir-
lit og mat á söltuðum grásleppuhrognum til útflutnings.
13. Reglugerð nr. 52 24. mars, um breyting á reglugerð nr. 118
9. sept. 1954, um sölu og veitingar áfengis.
14. Auglýsing nr. 65 24. mars, um breyting á reglugerð nr. 207
30. sept. 1966, um bólusetningu sauðfjár til varnar garnaveiki.
15. Reglugerð nr. 79 6. apríl, fyrir Vatnsveitu Seltjarnarnes-
hrepps.
16. Reglugerð nr. 96 14. apríl, fyrir Vatnsveitu Sauðárkrókskaup-
staðar.
17. Reglugerð nr. 106 4. maí, um breyting á reglugerð fyrir Vatns-
veitu Ölafsvíkurhrepps nr. 160 30. ágúst 1963.
18. Reglugerð nr. 116 6. maí, um breyting á reglugerð um sótt-
varnir, nr. 229 15. nóv. 1971.
19. Reglugerð nr. 130 25. maí, um námsstyrki til læknanema gegn
skuldbindingu um læknisþjónustu í héraði.
20. Reglugerð nr. 136 3. júní, um hækkun bóta samkvæmt lögum um
almannatryggingar.
21. Reglugerð nr. 137 3. júní, um greiðslur sjúkratryggðra til
samlagslækna.
22. Reglugerð nr. 162 13. júní, fyrir Vatnsveitu Siglufjarðar.
23. Reglugerð nr. 163 13. júní, um holræsi í Siglufjarðarkaupstað.
24. Reglugerð nr. 164 15. júní, um varnir gegn mengun af völdum
eiturefna og hættulegra efna.