Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Page 125

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Page 125
- 123 tæka rannsókn á heilsufari starfsfólks, og kom í ljós, að 4 - 5 af hundraði verkamanna höfðu atvinnusjúkdóma vegna ofnæm- is fyrir ryki, einkum í kerskála. Reynt var að bæta úr þessu með tilfærslu í starfi o.s.frv. Kísiliðjan og aðrar verksmiðj- ur, þ.á.m. um 50 fiskmjölsverksmiðjur, koma til athugunar á næsta ári og síðar. Þá má geta þess, að forstöðumanni var strax við fyrstu skoðun Kísiliðjunnar ljós mjög vítaverður van- búnaður á loftræstingu. Uppfylling loforða um skjótar endurbæt- ur á þessu og öðru drógust mjög á langinn. Lungnaskemmda hafði þó ekki orðið vart. Aftur á móti voru þegar hér var komið augnbólgur vegna H^S úr sögunni. 8. 1 veitinga- og gististaðaeftirliti var gert allmikið samfellt átak á árinu, auk skyndiskoðana, en í hinni samfelldu rannsókn kom í ljós, að af um 70 stöðum, sem rannsakaðir voru gaumgæfi- lega, mátti helmlngurinn (35) teljast í góðu ástandi, hinn helm- ingurinn viðunandi, en einn ónothæfur. Leiðbeiningar eru gefnar samfara skoðun. Mjög reyndust leyfisgjafir sýslumanna handa- hófskenndar £ mörgum tilfellum. Fór þá forstöðumaður að huga að gerð sérstakra eyðublaða fyrir umsóknir og leyfisbréf til út- fyllingar fyrir sýslumenn eða lögreglustjóra. Eitt stærsta atriðið í öllum þessum málum er það, að ekki skuli vera hægt að koma á gæðamati á veitinga- og gististöðum, sem verðlag veit- inga og gistingar síðan byggðist á, eins og annars staðar tíðk- ast. Þá yrði áreiðanlega breyting til batnaðar. 9. H.e.r. gerði rannsóknir á loftmengun í Reykjavík, sem leiddi í ljós, að aðeins var um verulega sót- og brennisteinssýrlings- mengun að ræða, þegar mikið stóð af iðjuverum Bretlands og Þýskalands. Þá voru gerðar rannsóknir á flúormengun frá Alver- inu af flúormarkanefnd að tilhlutan undirritaðs og með tækjum frá H.e.r. Þessar rannsóknir stóðu að vísu of skamman tíma, því að nefndin var leyst upp, áður en rannsóknum yrði lokið að fullu, en það sem fram kom, benti eindregið til umtalsverðrar flúormengunar á Alftanesi. 10. Mjólkureftirlit er framkvaant reglulega, aðallega með skoðun hinna 19 mjólkurstöðva í landinu og nákvaanri athugun á mjólkurskýrslum. Oft hefur dýralæknir stofnunarinnar orðið að gera fjósaskoðun á svæðum, þar sem dýralækna hefur vantað eða skoðunin vanrækt af öðrum ástæðum. Tankvæðing færist í vöxt og hefur bæði kosti og galla. Ekki er alltaf hægt að byggjaá gæðamati af mjólkur- skýrslum, sbr. töflu II, vegna þess að nákvæmni og tækjabúnaður í smástöðvum og stórum stöðvum er ekki sambærilegur. Þess vegna koma sumar bestu og stærstu stöðvarnar út með verri stöðu en þær lakari og minnstu. Segja má að stærstu mjólkurstöðvarnar í landinu selji fyrirmyndarvÖru. 11. Almennt matvælaeftirlit er í molum. Þó eru skoðuð nokkuð mörg sýni árlega, en stór hluti þeirra er gerlamengaður. Tafla I skýrir sig mikið sjálf. Sem dæmi má þó nefna, að meira en helmingur sýna af unninni kjötvöru er talinn ósöluhæfur og mest- ur hluti sýna af öðrum hráum mat og smurðu brauði með áleggi. Þetta er slæm útkoma. Það er vert að minnast þess, að þótt stærstu framleiðslustaðirnir séu í Reykjavík og því þar mest þörf fyrir eftirlit, þá er þó alltof lítið sent utan af landi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.