Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Side 129

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Side 129
127 HÚSAKYNNI OG ÞRIFNAÐUR. MEINDÝR Alafoss. Þrifnaði utanhúss víða ábótavant, en annars staðar sveitinni til sóma. Rottu alltaf vart öðru hverju, og hefur ver- ið leitað til meindýraeyðis vegna þessa. Suðureyrar. Lokið var við nýja skolplögn og ný vatnslögn lögð í hálft þorpið á árinu. Ennþá er eftir að laga að mestu leyti um- hverfið um fiskvinnslustaðina og brunarústirnar eftir gamla frysti- húsið, og gömlu skolplagnirnar enda alltof hátt í fjörunni. Er þetta allt mikill sóðaskapur, og virðast umhverfismálin alltaf sitja á hakanum hér sem víðar. Akureyrar. Tvennar endurbætur urðu á heilbrigðismálum Akureyrar, á síðustu mánuðum ársins, sem hvor um sig markar tímamót á sínu sviði: 1) Ný vatnsleiðsla til bæjarins var tekin í notkun. Vatn í henni kemur úr borholum á eyrum við Hörgá í landi Krossastaða, um 13 km frá bænum. Þetta er djúpvatn, mjög gott og hreint. Akureyri fékk áður vatn úr Hlíðarfjalli og framan af Glerárdal. Þurfti þá stundum að nota yfirborðsvatn, sem þurfti að klórera, og fyrir kom, að vatn óhreinkaðist þarna £ leysingum. Vatnsmagnið í nýju leiðsl- unni mun duga áratugum saman handa Akureyringum, þó að hér verði sú aukning mannfjölda og vatnsnotkunar, sem bjartsýnustu menn gera ráð fyrir. 2) Sorphreinsun á Akureyri hefur undanfarin ár verið með harla frumstæðum hætti: Rusli úr sorptunnum hefur verið hellt beint á bílpall og því verið ekið þannig lausu á sorphauga. Þetta hefur verið lítt þrifaleg aðferð og boðið heim ruslfoki á götur og við sorphauga. Nú voru teknir upp plastpokar, sem strengdir eru innan í málmtunnur eða grindur. Bærinn lét smíða tunnurnar og skyldu hús- ráðendur kaupa þær, ef sorp þeirra var geymt undir beru lofti milli hreinsana, en grindur ef um lokaðar sorpgeymslur í skúrum eða kjöll- urum er að ræða. Grindunum treystum við ekki utanhúss í norðlensk- um vetrarveðrum. Sorphreinsunarmenn skipta síðan um poka, hverju sinni er hreinsun fer fram. Þrifnaðarmunur á þessu eða gömlu aðferð inni er mikill, en þegar til kom, reyndust menn tregir í tunnukaupum og skiptum. Byrjað var að afhenda tunnurnar í október, og voru þær ekki komnar alls staðar um áramót, en þó voru skiptin langt komin þá Auk þrifnaðar við hreinsun og flutning er miklu auðveldara og þrifa- legra að umgangast sorpið á sorphaugum með þessu móti. Grenivíkur. Húsakynni yfirleitt góð. Eitrað fyrir rottur árlega. Húsavíkur■ Mikill skortur er á íbúðarhúsnæði í Húsavíkurkaupstað, og hefur það haft í för með sér, að búið er í fáeinum húsum, sem eru fremur lélegt húsnæði, en yfirleitt er húsnæði til bæja og sveita mjög gott. Neysluvatn er mjög gott. Á árinu var byggð á Húsavík sorpeyðingarstöð, sem gjörbreyta mun öllum þrifnaði og meðferð úr- gangs á Húsavík. Vopnafj , Húsakynni eru hér allvíða léleg, en þrifnaður yfir- leitt góður. Snyrtilegustu sveitabæir, sem ég hef séð, eru hér í sveit. Neysluvatn var prófað í sumar og reyndist £ fullkomnu lagi. Engar rottur eru hér £ bæ. Keflavlkur. Rannsóknir á neysluvatni og sjó til fiskvinnslu hafa farið reglulega fram og niðurstöður þeirra verið mjög góðar. Götu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.