Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1982, Blaðsíða 123
ástandi og útbreiðslu hettusóttarsýkingar. 1 skýrslu til landlæknis
er þessum könnunum öllum nánara lýst og greint frá niðurstöðum þeirra.
Óskað hefur verið eftir birtingu á þessu efni sem fylgiriti með Heil-
úrigðisskýrslum, ef verða mætti einhverjum til glöggvunar við ákvarðana-
töku um ónæmisaðgerð gegn hettusótt hér. Ávinningur að slikri aðgerð
telst vafasamur, meóan ekki er til betra bóluefni en það sem nú er
a markaðnum.
Sýni til veirurannsókna
Árið 1982 sendu sjúkrastofnanir og starfandi læknar Rannsóknastofu
i veirufræði 2212 sýni frá 1591 sjúklingi. Voru gerðar á þessum sýnum
9622 rannsóknir, þar af 722 ræktunartilraunir á 285 sýnum. Að jafnaði
®ru þetta um 6 rannsóknir vegna hvers sjúklings. Hér eru ekki með
talin sýni send sérstaklega til mótefnamælinga gegn rauðhundum. Er
þeirra áður getið. Hér á eftir verður skýrt frá helstu niðurstöóum
rannsókna á þessum sýnum.
Hettusótt
Hettusótt greindist i mai, júni og júli á öllu Reykjavikursvæóinu
gekk þar siðan áfram , það sem eftir var ársins. I ágúst bárust
lákvæð sýni af Suðurnesjum og frá Akranesi. Haustmánuöina var greini-
lega kominn landsfaraldur og greindist sóttin i öllum landsfjórðungum,
það sem eftir var ársins. Áður var getið um kannanir á ónæmisástandi
Hegn hettusótt og gangi sýkingarinnar i einstökum héruðum. Einu isinni
hefur verið reynt að kanna héóan sjúkrasögur þeirra sjúklinga á sjúkra-
húsum, sem sýni bárust úr á faraldurstima. Sú rannsókn reyndist ekki
fullkomin og hefur aldrei verið birt. Mikið barst þá hingað af sýnum
£rá fólki, sem hafði aldrei verið grunað um hettusótt með rökum. Vafa-
samt er einnig, að sýni hafi borist úr öllum, sem fengu fylgikvilla
°g lágu á sjúkrahúsum vegna þeirra. Þar sem sjúkraskráning á að vera
°rðin mjög áreiðanleg á sjúkrahúsum og miklu hefur verið til kostað
að hún sé vönduð, ætti að vera hægur vandi að kanna rækilega, hversu
^ikil og alvarleg veikindi hlutust raunverulega af hettusóttarsýkingu
1 faraldrinum 1982 og hafa þær upplýsingar til hliðsjónar þegar hugað
aó ónæmisaógerðum með lélegu bóluefni.
Yeirusýkingar i öndunarvegi
^egna sýkinga i öndunarfærum bárust deildinni sýni frá 614 sjúklingum.
Var þaó svipaður fjöldi og árió 1981. Frá 182 sjúklingum, eða tæplega
þriðjungi hópsins, bárust 2 blóðsýni, annað tekið i byrjun sjúkdóms,
hitt 2-3 vikum sióar. Hækkandi sérhæfð mótefni i seinna sýni benda til
Hýlegrar sýkingar. Tilgangslitið er að senda eitt blóðsýni, nema til
að útiloka vissar sýkingar, ef veikindi hafa staðið lengi.
Inflúensa greindist. ekki fyrr en i febrúar á árinu. Þá greindist A-stofn
a Húsavik og skömmu siðar i Kópavogi. I mars greindist A-stofn i Búóar-
dal og aftur i mai. Ekki var gerð greining i undirtegundir að þessu
sinni, en vel gætu tvær slikar hafa komið i Búðardal hvor á eftir
annarri, eins og á Sauðárkróki 1981. I april greindist A-stofn af
121