Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1982, Blaðsíða 111
A árinu 1981 hófst rannsókn til leitar að chlamydia trachomatis
ísýnum frá fólki, grunuðu um kynsjúkdóma. Þessi bakteria er nú
viðast talin heldur algengari orsök þvagrásarbólgu en lekanda-
bakterian. Chlamydiur eru frábrugðnar venjulegum bakterium að þvi
leyti, að þær fjölga sér ekki á dauðum ætum, heldur þarf gróður
af lifandi frumum að rækta þær. Hefur nú tekist aó þróa þessa
rannsóknaraðferð á sýkladeild R.h. i samvinnu við sýkladeild
háskólans i Kaupmannahöfn.
Penicillinasapróf. Það er gert til að kanna, hvort bakteria fram-
leiði hvata (pencillinasa, beta-lactamasa), sem getur rofið ákveðna
tengingu í sameind penicillinlyfja og þar með eyðilagt lyfið. Þetta
Próf er nú gert á vissum bakteriutegundum, sem hafa verió penicillin-
tæmar þar til á undanförnum árum að stöku stofnar þeirra hafa öðlast
hæfiieika til að mynda nefndan hvata. Aóallega er hér um að ræða
hemophilus influenzae, sem veldur stundum heilahimnubólgu auk sýkinga
1 öndunarvegum, og n. gonorrhoeae, þ.e. lekandasýkillinn.
j'araldsfræðileg verkefni',
Neisseria meningitidis
Fylgst hefur verið með heilahimnubólgufaraldri af völdum n. meningi-
tidis, sem hófst hér á landi 1975 og hefur verió aó dvina undan-
farin tvö ár. Reynt hefur verið aó halda skrá yfir allar meningo-
hokkasýkingar á landinu frá 1975, bæði þær sem greinst hafa með
hakteriurannsóknum og þær sem greindar hafa verið eingöngu af ein-
hennum sjúklinga. Hefur verið hringt til lækna út um land á nokkurra
aiánaóa fresti til að fá upplýsingar um ný tilfelli. Niðurstöóur eru
®nn óbirtar, en ritaður hefur verið um þær kafli i erlenda grein og
1 ráði er að birta þær einnig i læknatimariti hér.
Ngisseria qonorrhoeae
í samvinnu við kvenlækningadeild Landspitalans eru tekin sýni til
leitar að n.gonorrhoeae frá öllum konum, sem koma á deildina til
fóstureyðingar eða vegna gruns um eggrásarsýkingu. Er þetta gert i
Pvi skyni að kanna tiðni sýkinga af völdum n.gon. hjá þessum hópum
hvenna. Rannsókninni er ekki lokið. Hún er kostuð af ríkisspitölum.
Sumarið 1981 feróaðist sérfræðingur frá sýkladeild út um land og
heimsótti heilsugæslustöðvar, héraóslækna og sjúkrahús til að leið-
heina um greiningu á n.gon. og kynna nýtt flutningsæti til send-
ingar á sýnum. Var þetta gert i samráði við landlækni i þvi skyni
sð bæta könnun á tiðni lekandasýkinga hér á landi og vekja athygli
i$kna á þvi, að penicillinónæmum stofnum n. gonorrhoeae gæti farið
ah fjölga hér. Slika stofna er nauðsynlegt að finna sem fyrst til
ah stemma stigu vió útbreióslu þeirra eftir föngum.
Perð þessi var kostuð af landlækni og rikisspitölum.
£hlamydia trachomatis
^ árinu 1980 var hafin könnun á tiðni chlamydia trachomatis sem
°rsök að þvagrásarbólgu hjá karlmönnum hér á landi. Þá var enn
®kki hægt að rækta þessa bakteriu hér og var þessi rannsókn gerð
£ samvinnu vió sýkladeild háskólans i Arósum. Sýni voru tekin á
kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur. Niöurstöður
Pessarar rannsóknar hafa birst i Læknablaðinu. Chlamydiuræktanir
hofust i sýkladeild Rannsóknastofu háskólans hausió 1981 og er i
109
L