Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1982, Blaðsíða 117
aðeins numið þriðjungi til helmingi af verði eins skammts af rauð-
hundabóluefni. Innan við 10% af þeim konum á barneignaskeiði, sem
mældar hafa verið eftir faraldurinn 1978-'79, hafa þurft á bólu-
setningu aö halda. Getur þá hver og einn reiknað fjárhagslegan
avinning þessara aðgerða. Um öryggið fyrir hvern einstakling þarf
varla að ræða. Sá, sem veit, að hann hefur myndað mótefni gegn
sýkingunni með eðlilegum hætti, getur verið nokkuó viss um að halda
rootefnunum ævilangt. Undantekningar frá þeirri reglu eru mjög sjald-
gjæfar, en koma að visu fyrir.-Þeim kórium er óhætt i framtiðinni,
sem hafa áunnið.sér mótefni með eölilégum hætti, hvort sem þær veikt-
ust af rauðhundum eða sýktust án einkenna. Með þeim bólusettu er hægt
að fylgjast og kanna, hvernig mótefnin endast. Hvergi er komin næg
^eynsla á þann þátt i ónæmisaðgerðum gegn rauðhundum. Fyrstu bólusettu
hóparnir hér hafa þegar gengist undir slikt eftirlit og fylgst er nú
með öllum bólusettum konum, sem koma i mæðraskoðun. Margar konur og
telpur hafa verið mældar nokkrum vikum eða mánuðum eftir bólusetningu,
en greinilega vantar i þann hóp og væri æskilegt að hann yrði stærri.
Bolusetning gegn rauóhundum er ekki með öllu áhættulaus. Bóluefnið
en lifandi veikluð veira og ber að forðast þungun i 3 mánuði eftir
hólusetningu. Þvi er æskilegt að þeim konum fækki, sem bólusettar
eru á barneignaskeiði eins og hægt er. í herferðinni, sem lauk 1981,
et vitað um 3 konur, sem urðu ófriskar skömmu eftir bólusetningu.
Ein fór i fóstureyðingu, hinar tvær fæddu að þvi er best verður séð
heilbrigð börn. 1 ljósi þessarar reynslu er heppilegt að hafa ekki
hólusett konur að óþörfu hér.
1 skólum hefur einnig orðið umtalsverður sparnaður að þvi að bólusetja
aóeins mótefnalausar telpur. Nauðsynlegt er að hafa þar gott eftirlit
meó árangri þessara ónæmisaðgerða i framtióinni. Stúlkurnar eiga að
húa að þessari bólusetningu allt sitt trarneignaskeið og æskilegt er
Þvi aó vita um endingu mótefná þeirra sem verða mæóur eftir fá ár.
Aðsend sýni til veirurannsókna
Arið 1981 sendu sjúkrastofnanir og starfandi læknar Rannsóknastofu
1 veirufræði 2019 sýni frá 1510 sjúklingum grunuðum um veirusýkingar
voru gerðar á þessum sýnum 8384 rannsóknir, 513 ræktunartilraunir
a 204 sýnum og 7871 mótefnamæling á 1815 sýnum. Hér efcu ekki með-
halin sýni frá þeim, sem stunda mæðravernd og biðja um mótefnamælingar
Uegn rauöhundum. Er þeirra rannsókna getið sérstaklega. Ekki eru heldur
^eðtalin sýni, sem send eru úr skólatelpum til mótefnamælinga gegn rauð-
hundum. Að jafnaði voru geröar 5-6 veirurannsóknir vegna hvers sjúk-
hings. Skal hér á eftir greint frá helstu niðurstöðum þessara rann-
sókna.
Vgirusýkincrar i öndunarvegi
Yeirurannsóknadeildinni bárust sýni úr 626 sjúklingum vegna sýkinga
1 öndunarfærum. Úr 213 þessara sjúklinga voru tekin 2 blóðsýni,
arinaó i upphafi veikinda, hitt 2-3 vikum síðar. Mismunur á magni
Serhæfðra mótefna i tveimur blóðsýnum, teknum eins og rið ofan greinir,
úefur bestu upplýsingarnar um sjúkdómsorsök. Finnst hún þannig oft,
Po að ræktunartilraunir séu árangurslausar. Með mótefnamælingum
rundust sjúklingar með inflúensu af tveimur undirtegundum A-stofns,
115