Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9,
400 Ísafjörður
% 456 4560
o 456 4564
Netfang:
hprent@snerpa.is
Stafræn útgáfa:
http://www.snerpa.is/bb
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Blaðamaður:
Magnús Hávarðarson
Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er
óheimil nema heimilda sé getið.
Leiðari
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ funda
Leysa verður va
sem hagkvæmas
Í síðustu viku boðaði full-
trúaráð sjálfstæðisfélaganna í
Ísafjarðarbæ til fundar þar
sem m.a. voru til umræðu hús-
næðismál Grunnskóla Ísa-
fjarðar. Eins og flestum er
kunnugt hefur óeining ríkt
meðal bæjarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins um leiðir til
lausnar húsnæðisvandanum
og kom sú óeining fram í máli
manna á fundinum. Eftir
talsverðar umræður sam-
þykkti fundurinn svohljóð-
andi tillögu:
„Fundur fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Ísafjarðar-
bæ, haldinn miðvikudaginn
19. nóvember 1997, leggur
áherslu á að bæjarstjórn Ísa-
fjarðar taki löngu tímabæra
ákvörðun um varanlega lausn
húsnæðismála Grunnskóla
Ísafjarðar. Fulltrúaráðið telur
að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
hafi brugðist rétt við umræðu
almennings, þegar hún sam-
þykkti þann 18. september
s.l., að láta fara fram hlutlausa
úttekt á þeim kostum sem til
umræðu hafa verið til úrbóta.
Sú úttekt sem nú liggur fyrir í
formi skýrslu vinnuhóps bæj-
arstjórnar, leggur grunn að vel
ígrundaðri ákvörðun bæjar-
stjórnar og gefur bæjarfull-
trúum möguleika á því að taka
hlutlæga ákvörðun í þessu
mikilvæga máli. Í ljósi þeirrar
miklu áherslu sem sjálfstæðis-
menn leggja á góðan skóla og
ábyrga fjármálastjórn, þá sam-
þykkir fundur Fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Ísa-
fjarðarbæ að vinna að fram-
gangi þeirrar lausnar sem að
mati skýrsluhöfunda er hag-
kvæmasti kostur fyrir Ísa-
fjarðarbæ.“
Tillöguna samþykktu 25
fulltrúar, en samkvæmt heim-
ildum blaðsins voru þrír á
móti, þau Jónas Ólafsson,
Kolbrún Halldórsdóttir og
Kristmann Kristmannsson.
En má þá álykta sem svo að
bæjarfulltrúarnir Jónas og
Kolbrún láti undan vilja af-
gerandi meirihluta sjálfstæð-
ismanna? Blaðið bar spurn-
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður skrifar um s
Sautján sjóðir á Ves
með tíu milljóna kr
Í síðasta mánuði kom út
skýrsla Ríkisendurskoðunar
um eftirlit með sjóðum og
stofnunum sem starfa sam-
kvæmt staðfestri skipulags-
skrá, sbr. lög nr. 19/1988.
Samkvæmt þeim lögum skal
hver sá sem ábyrgð ber á sjóði
eða stofnun senda ár hvert
Ríkisendurskoðun reikning
sjóðsins eða stofnunarinnar
fyrir næstliðið ár ásamt skýr-
slu um hvernig fé sjóðs eða
stofnunar hefur verið ráðstaf-
að á því ári. Ríkisendurskoðun
ber að halda skrá yfir heildar-
tekjur og gjöld, eignir og
skuldir allra skráða sjóða og
stofnana. Aðgangur að upp-
lýsingum í skránni skal vera
öllum frjáls og skal láta í té
afrit af henni til þeirra sem
eftir því leita.
Þegar gildandi lög tóku
gildi 1. janúar 1989 voru
skráðir sjóðir og stofnanir
1168. í kjölfarið voru sjóðir
bæði sameinaðir öðrum og
lagðir niður, enda fjárhagur
margra svo bágborinn að þeir
gátu engan veginn sinnt hlut-
verki sínu. Á næstu 7 árum
voru 560 sjóðir lagðir niður,
en á sama tíma voru skipu-
lagsskrár fyrir 147 nýja sjóði
og stofnanir staðfestar af
dómsmálaráðherra.
Á síðasta ári áttu 602 sjóðir
að skila reikningum vegna
ársins 1995 en aðeins 397
skiluðu inn ársreikningi.
Heildareign þeirra nam 6,1
milljarði króna á móti voru
skuldir 2,3 milljarðar króna.
Eignir umfram skuldir voru
því 3,8 milljarðar króna. Tekj-
ur sjóðanna voru liðlega 1.724
milljónir króna.
Elsti sjóðurinn er Reynis-
legat, stofnað var á árinu 1662
og 64 sjóðir á skránni voru
stofnaðir fyrir síðustu alda-
mót.
Til fróðleiks og gamans þá
voru sautján sjóðir á Vest-
fjörðum meðal þessara 397.
Eign þeirra var samtals 10
Kristinn H. Gunnarsson.
Ísafjarðarbær
Uppsagnarfresti framlengt
Ísafjarðarbær hefur framlengt uppsagnarfresti þeirra
tuttugu kennara sem sagt hafa upp störfum við Grunn-
skólann á Ísafirði, til 1. apríl 1998
Er þetta gert með vísan til 15. gr. laga nr. 72/1996 um rétt-
indi og skyldur kennara og skólastjórnenda. Enginn kenn-
aranna mun hafa dregið uppsögn sína til baka, en upp-
sagnirnar áttu upphaflega að taka gildi 1. janúar n.k.
Ísafjörður
Sala jóladagatala hafin
Lionklúbbur Ísafjarðar hefur hafið árlega sölu sælgætis-
jóladagatala fyrir börn. Lionsmenn vilja stuðla að góðri
tannhirðu meðal ungu kynslóðarinnar og því fylgir
tannkremstúpa hverju dagatali. Verslunareigendur á Ísafirði
annast sölu jóladagatalanna fyrir Lionsklúbbinn að þessu
sinni sem undanfarin ár og eru Ísfirðingar og nágrannar
hvattir til að leggja málefninu lið.
Ísafjörður
Fullveldisfagnaður GÍ
Fullveldisfagnaður Grunnskóla Ísafjarðar, aðalhátíð elstu
nemenda skólans, verður haldinn föstudaginn 28. nóvember
á sal skólans. Öllum nágrannaskólum verður boðið á leik-
sýningu auk þess sem söngur mun hljóma og lesnar verða
upp glósur. Á eftir verður dansleikur fyrir nemendur og
gera forsvarsmenn hátíðarinnar fyrir að ballið verði það
flottasta um áraraðir, eins og segir í frétt frá skólanum.
Spilin á borðið
Staða bæjarstjórnar Ísa-
fjarðarbæjar í grunnskóla-
málinu verður erfiðari og vandræðalegri með degi
hverjum. Af heimildum blaðsins verður ekki annað
ráðið en að málið sé í pattstöðu innan meirihlutans;
þrír gegn þremur. Ekki er annað vitað en að minnihluti
bæjarstjórnarinnar sé upp til hópa andvígur kaupum
bæjarsjóðs á fyrrum fiskvinnslu- og frystihúsi
Norðurtanga undir skóla.
Mikill kurr er meðal bæjarbúa vegna málsins, ekki
síst vegna vinnubragða fámennishópsins innan
bæjarstjórnarmeirihlutans, sem eftir þeim fáu teiknum
sem á lofti hafa sést, vildi knýja málið í gegn á nokkurrar
fjárhagslegrar úttektar. Með öðrum orðum, almenningi
kæmi það hreint út sagt ekkert við þótt bæjarstjórnin
keypti eitt stykki fiskvinnslu- og frystihús fyrir grunn-
skólann.
Viðbrögð þeirra bæjarfulltrúa sem dregið hafa í efa
áreiðanleika kostnaðaráætlana, sem seinna komu fram
varðandi kaup og breytingar á fiskvinnsluhúsunum við
Sundstræti, er skiljanlegur. Niðurstöðurnar minna á
uppboð með öfugum formerkjum. Lægri tölur með
hverjum nýjum útreikningi.
Reyndir bæjarfulltrúar gera sér ljóst að ábyrgðin á
útreikningunum er ekki pappírsins virði. Enda engin
ábyrgð í boði. Þegar upp er staðið bera bæjarfulltrúarnir
einir ábyrgðina. Henni verður ekki velt yfir á
reiknimeistara eða embættismenn, sem að málinu
kunna að hafa komið.
Tveir og hálfur mánuður eru liðnir síðan ágreining-
urinn um kaupin á Norðurtangahúsunum kom upp á
borgarafundi á Ísafirði. Þá strax var ljóst að bæjarbúar
sættu sig ekki við vinnubrögðin, töldu málið illa
undirbúið og ekkert kynnt meðal bæjarbúa. Það er enn
í sama farvegi. Skilin innan bæjarstjórnarmeirihlutans
eru þó skarpari.
Á morgun er fyrirhugaður annar borgarafundur. Á
þeim fundi verður að ganga hreint til verks. Leggja öll
spil á borðið. Almenningur í bænum sættir sig ekki við
annað. Í þessu máli verður að horfa til framtíðar.
Bæjarstjórnarmeirihlutinn hangir á bláþræði. Hvort
sá þráður slitnar eða ekki skal engu um spáð. Einn
bæjarstjórnarmeirihluti til eða frá skiptir ekki öllu
máli. Bæjarstjórnir koma og fara.
Ákvörðun bæjarstjórnar í þessu máli verður hins
vegar aðeins ein og henni verður ekki breytt á hvorn
veginn sem veltur. Þess vegna skiptir sú ákvörðun
meira máli en lífdagar eins bæjarstjórnarmeirihluta,
sem hvort sem er telst til hins forgengilega.
s.h.