Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 5

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 5
Fyrsti flokkurinn Skógarmenn KFUM Þaö hafði verið vinsælt innan KFUM að fara í útilegur að sumri til. Sumar- ið 1922 var farið í skipulagðan dval- arflokk að Vatnsenda í Biskupstung- um. Við undirbúning á sumardvalar- flokki árið 1923 stakk Hróbjartur Arnason upp á því að farið yrði í Vatnaskóg. Hann hafði verið þar við skógarhögg undir lok heimsstyrjald- arinnar fyrri, sumarið 1917, til að sjá Reykvíkingum fyrir eldiviði. Hann heillaðist mjög af staðnum og úr varð að haldiö skyldi í Vatnaskóg. Farang- urinn og lítill vinnuskúrsem notaður var sem eldunaraðstaða var ferjaður á vélbátnum Óðni að Saurbæ í Hval- firði. Vinnuskúrinn var gefinn af Knud Zimsen borgarstjóra og vararfor- manni KFUM. Flestir dvalargestir í flokknum gengu hins vegar úr Mos- fellsdal upp í Vatnaskóg og tók gang- an tvo daga, enda ekki bílfært um Hvalfjörð á þeim tíma. í lok flokksins þáðu dvalargestir heimboð að Geita- bergi, en þar var veislukvöldið haldið í góðu yfirlæti. Eldhússtúlkur gera matinn kláran við frumstæðar aðstæður. Bygging fyrsta svefnskálans Sr. Friðrik var erlendis þegar fyrsti flokkurinn fór í Vatnaskóg, en hann dvaldi í Vatnaskógi fyrst sumarið 1924. Frá þvi ári og fram til árs- ins 1929 dvöldu tveir eða fleiri dvalarflokkar í Vatnaskógi á hverju sumri. I upphafi var starf- semin í Vatnaskógi frumstæð. Var þá eingöngu gist í tjöldum og fyrst um sinn sáu foringjar um matseld, en fljótlega buðust sjálfboðaliöar úr röðum KFUK til að elda ofan í dvalargesti og önduðu þá margir léttar. Sumarið 1927 var fyrsti svefnskálinn byggöur í Vatnaskógi en hann var með 9 kojum og rúmaði í allt 18 pilta. Tveimur árum síðar vaknaði áhugi fyrir því að byggja stóran svefnskála í Vatnaskógi og var þá um sumarið stofnaður félagsskapur Skógarmanna KFUM. Hinn 17. júlí 1929 var jafnframt stofnaður Skálasjóður Skógarmanna sem nota átti til að byggja skála í Vatnaskógi. Rúmum tíu árum síðar, þann 5. ágúst 1939, var loks haldið upp í Vatnaskóg í þeim tilgangi að hefja framkvæmdir við nýjan svefnskála fyr- ir Skógarmenn. Framkvæmdin var fjármögnuö með fé úr Skálasjóði. Grunnur að skálanum var steyptur á nokkrum dögum, en innan við mán- uði síðar hófst heimsstyrjöldin siðari. Vegna heimsstyrjaldarinnar var mikill skortur á birgð- um í landinu og því var ekkert unnið við skál- ann árið 1940. Leyfi þurfti frá breskum heryfir- völdum til að vinna við skálann sumarið 1941 en risgjöld voru haldin um miðjan ágúst sama ár. Um líkt leyti var hafist handa við að fá inn- réttingar í skálann. Ekki reyndist unnt að fá efni frá Evrópu vegna styrjaldarinnar og stop- ulla ferða. Hins vegar fengu Skógarmenn send- an efnivið til innréttinga með skipi sem ríkis- stjórnin hafði leigt til að flytja birgðir frá Am- eríku til íslands. Sumariö 1942 var unnið við innréttingar í skálanum. Fyrri hluta sumarsins 1943 var síðan unnið við frágang og var skál- inn vígöur 3. ágúst sama ár. Sumarbúðirnar í Vatnaskógi voru einung- is starfræktar á sumrin og því var félags- skapur þeirra sem dvalið höföu í Vatna- skógi stofnaður, en hann var nefndur Skógarmenn KFUM. Einkunnarorð Skóg- armanna hafa frá upphafi verið „Áfram að markinu" og er þar visað til þess mark- miðs sumarbúðastarfsins í Vatnaskógi að kynna ungu fólki fagnaðarerindið um Jesú Krist. í upphafi héldu Skógarmenn fundi einu sinni í mánuöi þarsem meðal annars voru tekin samskot í þágu starfs- ins i Vatnaskógi. Árið 1930 hófu Skógar- menn útgáfu Lindarinnar, sem er blað Skógarmanna. í fyrstu var blaðið ekki prentað heldur handskrifað. Það var gef- ið út fyrir hvern fund Skógarmanna og ætlað til fróðleiks og skemmtunar á fundum. Strax í upphafi var skipuð rit- nefnd við blaðið en sérhver Skógarmaður mátti skrifa í það greinar, sögur eða um áhugamál sín. Blaðið var gefið út í þess- ari mynd í rúmlega 30 ár. Lindin hlaut síðar uppreisn æru árið 1989 er hún var í fyrsta sinn prentuð í stóru upplagi í lit og er nú dreift árlega til allra Skógarmanna og ungra tilvonandi Skógarmanna. Uppbygging sumarbúöanna Auk Gamla skála, sem þá var oftast nefndur nýi skálinn, áttu Skógarmenn sér lítinn helgi- dóm í tjaldi sem tjaldað var á hverju sumri við Lindina. Þetta tjald eyðilagðist í óveðri árið 1947. Því var hafist handa við að byggja Kapelluna árið 1948 en hún var vígð ári síðar. Kapellan í byggingu sumarið 1948. Kapellan er hönnuð af Bjarna Ólafssyni sem er fæddur 3. ágúst 1923, sama dag og fyrsti flokkurinn lagði af stað upp í Vatnaskóg. Aðalsteinn Thoraren- sen húsgagnasmiður sá sumaríð eftir um innréttingar, sem eru listasmíð. Kapellan leysti af hólmi bænatjald sem Skógarmenn tjölduðu á hverju sumri við Lindina. 5

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.