Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2003, Síða 26

Lindin - 01.04.2003, Síða 26
Fjölskyldustarf í Vatnaskógi Eins og lesendum Lindarinnar er kunnugt hefur verið boðiö upp á sérstakar helgar fyrir feðga, feðgin og fjölskyldur. Hafa þessar helgar verið vel sóttar og reynslan sýnt að margir koma aftur og aftur, sem er vissulega góður vitnisburöur. Á þessum helg- um er hefðbundin Vatnaskógardagskrá og mælist það vel fyrir. Börn og fullorðnir eru saman við leik LINDIN 2003 Fréttii Biskup íslands heimsækir Vatnaskóg Skógarmenn fá oft góða gesti í Vatnaskóg. Síðastliðið sumar heimsótti biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, Vatna- skóg einn fagran sumardag í júlí. Koma herra Karls I Vatna- skóg var hluti af heimsókn hans um Borgarfjarðarpró- fastsdæmi, svo kall- aðri vísitasíu. Með biskupi komu pró- fastur Borgarfjarðar- prófastsdæma sr. Þorbjörn Hlynur Árnason og sr. Krist- inn Jens Sigurþórsson sóknarprestur i Saur- bæ á Hvalfjarðar- strönd. Biskup dvaldi í Vatnaskógi frá kl. 18 og fram eftir kvöldi og tók þátt í dagskránni með drengjunum og endaðí siðan kvöldvöku með hugleiðingu út frá Quðs orði. Að lokum tók hann þátt í bænastund i kapellunni ásamt ríflega 50 drengjum. Var heimsókn herra Karls sérlega ánægjuleg og skemmtileg. og störf, taka sam- an þátt I kvöld- vöku, hlæja saman, syngja saman og allir eru jafnir. Margir þátttak- endur hafa upplif- að dýrðartíma með foreldrum sínum eöa börnum. Á laugardegi er hópnum skipt í tvennt, börn og fullorðna. Börnin taka þá þátt í sérstakri barnadagskrá en hinir fullorðnu setj- ast niður og ræða áhugaverð málefni sem lúta aö foreldrahlutverkinu. Oftast er áætl- aður klukkutími í þessa vinnu en dugar sjaldnast til því mikið þarf að ræða og margir hafa frá ýmsu að segja. Allir í hópnum fá að segja frá reynslu sinni og hugmyndum. Þessi vinna hefur þótt afar gagnleg og eftirsóknar- verð á þessum helgum. Hvetjum við þá Skógarmenn, sem og aðra, sem ekki hafa enn sótt svona helgar, að skrá sig á þessu ári. Leita má nánari upplýsinga á skrifstof- unni. Fermingarnámskeið í fimm daga Síðastliðið sumar var prófað að hafa fimm daga fermingarnámskeið í Vatnaskógi. Komu hópar úr Húnavatnssýslum og frá Sauðárkróki. Nám- skeiðið var frá hádegi á mánudegi fram að kaffi á föstudegi. Dagskráin var blanda af fræðslustundum, helgi- haldi, skemmtun og frjálsum tíma. Nám- skeiðið heppnaðist framar vonum og var gaman að sjá aö börnin nutu þess að vera lengi og læra mikið. Krakkarnir blönduðust einstaklega vel saman og mynduðu góö tengsl sín á milli. Aðstaöan í Vatnaskógi er auðvitað frábær fyrir svona námskeið, eins og Skóg- armenn þekkja. Ljóst er að leikurinn verður endurtekinn í lok næsta sumars. Bæklingur fermingarnám- skeiðanna í Vatnaskógi. Vísindin efla alla dáð Vísindin efla alla dáð, orkuna styðja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð. Tífaldar þakkir því ber færa þeim, sem að guðdómseldinn skæra vakið og glætt og verndað fá viskunnar helga fjalli á. Úr Ijóðinu til herra Páls Gaimard, eftir Jónas Hallgrímsson.

x

Lindin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.