Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 6

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 6
meira aðkallandi. Má þar nefna byggingu Lerkiskála sem reistur var árið 1982 og ætlað var að draga úr álagi á Gamla skála. Eftir að íþróttahúsið var tekið í notkun var hafist Til að bæta enn aðstöðuna í Vatnaskógi var ráðist í byggingu Matskála árið 1965. Matseld hafði farið fram í eldhúsi I Gamla skála fram að þeim tíma. Með tilkomu Matskálans varð rýmra um dvalargesti í Gamla skála og við það fjölgaði svefnplássum talsvert. Frá þessum tíma hefur fjöldi dvalargesta í Vatnaskógi ver- ið tæplega 100 í hverjum flokki. í Gamla skála var sofið í kojum upp á þrjár hæðir. Sá aðbúnaður þótti sjálfsagður við byggingu skálans, þótt það hafi ekki verið fyr- ir lofthrædda að gista I efstu koju. Krafa um betri aðbúnað varð til þess að árið 1969 voru keyptir vinnuskúrar af Landsvirkjun, en þeir höfðu verið notaðir við byggingu Búrfellsvirkj- unar. Skálarnir voru settir upp í Vatnaskógi og fengu nafnið Laufskálar. í upphafi voru þeir einungis ætlaðir sem bráðabirgðahúsnæði en voru ekki teknir úr notkun fyrr en árið 1999. Allt frá upphafi hafa íþróttir verið afar vin- sælar meðal Skógarmanna. í upphafi sjötta áratugarins hófu Skógarmenn uppbyggingu á íþróttasvæði við sumarbúðirnar. Iþróttasvæð- ið var endurnýjað upp úr 1990 og er þar nú fyrsta flokks knattspyrnuvöllur og frjálsí- þróttaaðstaða. Hugmyndir komu upp um að reisa íþróttahús í Vatnaskógi og var hafist Helgina 16.-17. ágúst 1941 voru haldin risgjöld Gamla skála. Af því tilefni buðu Skógarmenn tíl veislu. Salurinn í Gamla skála var þétt setinn, en um 100 manns voru í veislunni. Smiðir hússins höfðu um tíma nokkrar áhyggjur af því að gólfið í nýja salnum þyldi ekki allan þennan fjölda. Áhyggjur þeirra reyndust þó ástæðulausar og fór veislan hið besta fram. handa árið 1974. Húsinu var ætlað að nýtast Skógarmönnum til íþróttaiðkunar og samveru þegar veðrið var slæmt. Húsið var lengi I byggingu og illa nýtt I upphafi, en síðastliðin ár hefur íþróttahúsið gegnt lykilhlutverki í sumar- og vetrarstarfi Skógarmanna. Segja má að bygging íþróttahússins hafi setið nokk- uð á hakanum þar sem önnur verkefni voru handa við að reisa nýjan svefnskála, Birki- skála. Birkiskáli leysti Laufskála af hólmi enda höfðu þeir þjónað skógarmönnum vel I 30 ár. Fjölbreytt starfsemi Árið 1986 voru karlaflokkar endurvaktir, en þeir höfðu lagst af um 1960. Tæplega 10 árum siðar var svo boðið upp á feðgaflokka og nú Flokkaskipti í Vatnaskógi. Ekið var með flokksgesti á vörubílspalli úr Lindarrjóðri niður að Saurbæjarströnd eða út á Akranes þaðan sem siglt var til Reykjavíkur. Vörubíllinn var í eigu útgerðarfyrirtækisins Pórðar Ásmundssonar hf. á Akranesi. Myndin er lík- lega tekin árið 1943. nýverið hefur einnig verið boðið upp á feðgina- og fjölskylduflokka. Árið 1990 áttu stúlkur þess fyrst kost að koma í dvalarflokka í Vatna- skógi á vegum Skógarmanna þegar boðið var upp á unglingaflokk fyrir bæði kynin. Árin 1992-1993 varð talsverð breyting á starfsemi Skógar- manna í Vatnaskógi. Þá var hitaveita tekin í notkun og íþróttahúsið tekið í fulla notkun. Þetta gerði það að verkum að hægt var að nýta staðinn allt árið. Árið 1992 hófust fermingarnámskeið I Vatna- skógi og nú koma á hverju ári rúmlega 2000 fermingarbörn á tveggja daga nám- skeið. Þetta er liður í undirbúningi ferming- arinnar. Fræðsluefni á þessum námskeiðum er unnið í samvinnu Skógarmanna og kirkjunnar. Á vorin hafa leikskólar frá suðvesturhorni landsins komið í dagsheimsókn í Vatnaskóg. Skógarmenn hafa skipulagt dagskrá þar sem fram fer fræðsla og skemmtun. Haldið verður upp á 80 ára afmæli sumarbúða ÍVatnaskógi með margvíslegum hætti i sum- ar. Hápunktur hátíðahaldanna verður á Sæludögum í Vatna- skógi um verslunarmannahelg- ina þegar afmælisins verður minnst sérstaklega og eru allir Skógarmenn hvattir til að fjöl- menna þá í Vatnaskóg ásamt fjöl- skyldum sínum. ■/<J J \ LINDIN 2003

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.