Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 9

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 9
Lagt af stað í Víðavangshlaup í 6. flokki 1979 þann 24. júlí. í sumarflokkum eru hlaupin tvö langhlaup, Brekkuhlaup sem er liðlega 2 km og Víðavangshlaup sem er um 4 km. Á myndinni hleypur Þórarinn Björnsson foringi fremstur, Guðmundur Guðmundsson foringi stendur við tröppur Gamla skála og Gunnar Sigurjónsson forstöðumaður stendur efst í þeim. Sigurvegari í haupinu var Svali Björg- vinsson. Á veislukvöldi eru veitt verðlaun fyrir góðan ár- angur á ýmsum sviðum. Þá er einnig háð úr- slitakeppni í biblíuspurningakeppni, en það er vinsælt að geta hampað þeim bikar. Á þessari mynd sem tekin er á veislukvöldi í 8. flokki árið 1979 er keppt í spurningakeppni. Keppn- ina vann Stefán Aðalsteinsson sem stendur annar frá vinstri. Lengi þótti vinsælt að sofa í Laufskálum, en þar sváfu að jafnaði fjórir saman i her- bergi. Þessi mynd er tekin í herbergi 9, sem var við hliðina á foringjaherberginu, í 4. flokki árið 1981. Á myndinni eru Krist- inn, Daníel og Kristján. Þeir virðast hafa verið duglegir við að þrífa herbergið sitt þessir sómapiltar. Það þótti talsverð nýbreytni árið 1990 þegar stúlkum var í fyrsta sinn boðið að gerast dvalargestir í unglingaflokki í Vatnaskógi. Síðan þá hafa stúlkur og konur átt þess kost að koma í unglingaflokk, feðginaflokk eða í fjölskylduflokk. Þessar hressu stúlkur skelltu sér út á bát í 9. flokki árið 1999. Hér stígur Oddgeir Sveinsson út út Ford TT vörubíl, árgerð 1917, sem flutti nokkra fráa Skógarmenn af Amtmannsstíg upp í Mosfells- dal. Myndin ertekin í lokjúlí árið 1993 þegar þess var minnst að 70 ár voru liðin frá fyrsta skipulagða dvalarflokknum i Vatnaskógi árið 1923. Hópi ungra Skógarmanna var ekið af Amtmannstíg og upp í Mosfellsdal á vörubíls- palli, eins og gert var árið 1923. Þaðan gekk hópurinn upp í Vatnaskóg á tveimur dögum, eins og fyrstu dvalargestirnir. Oddgeir tók þátt í að minnast þessa atburðar, enda hafði hann dvalið í fyrsta flokki í Vatnaskógi 70 árum fyrr. Síðastliðin ár hafa leikskólabörn komið í heim- sókn í Vatnaskóg að vori til. Þeim hefur verið boðið að skoða staðinn, fara í leiki og síðan á stutta helgistund í kapellunni. Það hefur verið ánægjulegt fyrir Skógarmenn að fá þessa hópa í Vatnaskóg. Á kvöldvökum er alltaf slegið á létta strengi og hér ríkir greinilega mikil stemmning. Mynd- in er tekin í 6. flokki árið 1995. Lengi vel var starfrækt sjoppa í Vatnaskógi. Hún var opinn stuttan tíma daglega í fyrstu, en síðan tvo til þrjá daga í hverjum flokki. Hverjum og einum var heimilt að kaupa sæl- gæti fyrir takmarkaða upphæð i hvert skipti sem sjoppan var opin. Nú er hins vegar engin sjoppa í Vatnaskógi, en lögð er áhersla á heil- brigðara fæði. Margir minnast þess að hafa staðið í biðröð til að fá að komast í sjoppuna. Þessir drengir biðu eftir að fá afgreiðslu í lúg- unni sem var í kjallara Gamla skála. I 9

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.