Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 22

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 22
Don Elvis Jöröin skalf þegar Don Elvis vippaði sér af hesti sínum, honum Sörla. Hann var klæddur brúnum leöurstígvélum meö útskornu mynstri. Sporarnir stóðu aftan af hæln- um, reiðubúnir að stinga hvern sem er, en myndu samt aldrei gera svo, því Don Elvis var gæðablóð. Fólk hneigði sig feimnislega þegar hann gekk framhjá. Það var augljóst að hér gekk ein mesta hetja villta vest- ursins um stræti. Hann gekk ákveðnum skrefum eftir göt- unni, fólk færði sig jafnhraðan frá. Hann stansaði fyrir fram- an grátt steinhús og leit upp. A tréskildi fyrir ofan hurðina stóð skrifað stórum stöfum SÝSLUMAÐUR. Hann gekk inn og honum var heilsað kumpánlega í af- greiðslunni og vísað beint inn til sýslumanns. „Don Elvis" sagði gamall maður smjaðurslega þegar hann gekk inn á skrifstofuna. „Qleður mig að þú ert kom- inn" bætti hann svo við. „Ég hef verkefni handa þér," hann teygði sig í skáp fyrir aftan sig og rétti Don Elvis gráan poka. „Þú þarft að fara með þennan poka í bankann fyrir mig." Don Elvis kinkaði kolli. „Ég treysti bara þér" sagði svo gamli mað- urinn áður en Don Elvis smeygði sér út af skrifstofunni og gekk beint að bankanum. En þegar hann stóð við af- greiðsluborðið kom inn maður með grímu fyrir vitum sér. „Vopnað rán" öskraði hann og beindi byssunni upp í loftið. Don Elvis var handsnöggur, kippti upp hólknum og BANG. Byssa vigamannsins féll á gólfið og hann rétti upp hendur skelfingu lostinn yfir þessari snöggu árás. Don Elvis gekk hægum skref- um til hans og handjárnaði hann við staur, þar sem hann beið lögreglunnar. Don Elvis gekk hins vegar út, settist upp á Sörla sinn og reið út í óbyggðina. Færð þú að heyra meira um Don Elvis í sum- ar? Gættu þín, því maðurinn í hvítu fötunum er handan við horniö. Lindin tók tali tvo af foringjum sumarsins 2002 þá Davíð Örn Sveinbjörnsson og Þráin Haraldsson. Davíð lýkur námi við alþjóðlegt IB nám í MH nú í vor en Þráinn er í Kvennaskólanum, Umfjöllunarefnið er að sjálfsögðu Vatnaskógur. Hvenær komuð þið fyrst i Vatnaskóg? Davíð: „Ég kom fyrst í flokk sumarið 1994 og var á borði hjá foringja sem heitir Örn Úlfar. Mér fannst hann hress og skemmtilegur, en maður fékk „gott" axlarnudd þegar maður var með læti í borðsalnum. Bestu minningar eru kapellustundir á síðkvöldum, en einnig er síðasta kvöldið ofarlega í huga, en þá unn- um við Biblíubikarinn eftirsótta." Þráinn: „Ég kom fyrst í Vatnaskóg veturinn 1995. Mér er það mjög minnisstætt, en snjór var yfir öllu, svo mikill að það sást ekki í sum húsin á staðnum. Það þurfti meðal annars að ganga eftir löngum snjógöngum til að komast inn í Mat- skálann." Hvað finnst ykkur skemmti- legast að gera í Vatna- skógi? Davíð: „Fá stillta drengi á borðið og segja þeim frá Guði. Ég hef einnig gaman af leikjum alls konar, bæði inni og úti." Þráinn: „Frjálsu íþótt- irnar, þá sérstaklega hlaup og langstökk, heilla mig mest. Ég hef líka gaman af bátunum." Hvers vegna vinnið þið í Vatnaskógi? Davíð: „Ég átti lengi þann draum að fá að starfa í Vatnaskógi. Sá draumur rættist og er ég glaður og stoltur að fá að taka þátt í þessu starfi." Þráinn: „Frá því ég kynntist starfinu í Vatna- skógi hefur það heillað mig. Öll umgjörðin, allir þessir drengir, hraðinn, lífið og fjörið, - en samt er Guð sannarlega með." Verðið þið í Vatnaskógi í sumar? Þráinn: „Jáhá, svo sannarlega." Davíð: „Jú, að sjálfsögðu." Eitthvað að lokum? Davíð/Þráinn: „Fel Drottni vegu þína, treyst honum, hann mun vel fyrir sjá" Sálm. 37.5 LINDIN 2003

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.