Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 8

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 8
 Með ferðafóninn sumarið 1933. Myndin er tekin á blíðviðrisdegi í Oddakoti þar sem drengir í flokk njóta góða veðursins og hlusta á tónlist. [þróttahúsið var tekið í fulla notkun árið 1993. Myndin er úr 5. flokki árið 1989. Á myndinni er Ólafur Sverrisson að skrá árangur í íþrótt- um. Ólafur hefur verið formaður Skógar- manna frá árinu 1999. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti Vatnaskóg þann 3. júlí árið 1992. Forsetinn heilsaði upp é drengi í flokknum, kynnti sér starfið í Vatnaskógi og gróðursetti 3 tré, eitt fyrir drengi, eitt fyrir stúlkur og það þriðja fyrir framtíðina. Feðgaflokkar hófu göngu sína haustið 1994. Þá gafst gömlum Skógarmönnum í fyrsta sinn tækifæri á þvi að njóta þess að vera í Vatna- skógi með sonum sínum og/eða feðrum sín- um. Stundum hafa þrjár kynslóðir verið í feðga- flokki í einu. Myndin er tekin í feðgaflokki haust- ið 1998 þar sem feðgar keppa í kassabílaralli. Á góðviðrisdögum er skemmtilegt að synda í Eyrarvatni við Oddakot, enda getur grunnt vatnið við sendna ströndina orðið hlýtt og notalegt. Þessi mynd er tekin af nokkrum strákum að sóla sig í Oddakoti á 5. áratug síðustu aldar. Grafið fyrir nýju vatnsbóli fyrir Skógarmenn. Á myndinni eru frá vinstri: Leifur Hjörleifsson, Sverrir Axelsson og Karl Sævar Benedikts- son. Myndin er tekin um 1955. Leikurinn tvístirni leikinn í Lindarrjóðri sumarið 1926. Allt frá því að fyrsti flokkurinn fór í Vatnaskóg hefur veislukvöld verið haldið kvöldið fyrir brottför úr hverjum flokki. Fyrstu árin buðu ábúendur á Geitabergi til veislu á lokakvöld- inu. Þessi mynd er tekin á veislukvöldi í Vatnaskógi sumarið 1983 þar sem boðið var upp á hamborgara og Sinalco. Á myndinni má þekkja foringjana Helga Gíslason, Einar Hilmarsson, Jón B. Hjartarson (Nonna) og Ei- rík A. Grétarsson (Eida). Á leið heim úr Vatnaskógi úr 2. flokki 1930. Hér eru menn staddir á Hvalfjarðarströnd, þaðan sem siglt var til Reykjavíkur. LINDIN 2003

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.