Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 10

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 10
LINDIN 2003 Fótboltaleikur á íþróttavelli. Péturssker sést í vatninu, vinstra megin á myndinni. Áþessaci stundu eru ord sr. Fridriks öfusjmæli! Þórarinn Eldjárn rithöfundur rifjar upp dvöl í Vatnaskógi Þetta KFUM tímabil hafði þrátt fyrir allt vakið hjá mér einn draum sem leitaði á mig aftur og aftur í vöku og í svefni: Drauminn um Vatnaskóg. Ævin- týralandið. Á fundum í hreyfingunni hafði oft verið talað um þennan stað Vatnaskóg, ævinlega með djúpri lotningu, og smámsaman hlóðst upp í manni löngunin þangað, í þennan unaðsreit sem eftir sögunum að dæma virtist vera einhverskonar samruni úr Disneylandi og Paradís.' Þannig komst Þórarinn Eldjárn rithöfundur aö oröi fyrir margt löngu í smásögu sinni Ég var eyland sem birtist í smásagnasafni hans Ofsögum sagt. Þar segir á kersknifullan hátt frá tíu ára gömlum dreng sem fer ásamt vini sínum og nágranna til vikudvalar í Vatna- skógi. Söguhetjan er yngstur drengjanna og lendir hálf utanveltu í samfélagi þeirra. Jafn- vel svo aö ferðafélagi hans og vinur snýr viö honum bakinu og skilur hann einan eftir á Pétursskeri (sem nefnt er Píka í sögunni)." Við þá mannraun fær sá litli uppreisn æru í hópi drengjanna þvi honum er bjargaö af skerinu af amerískum hermönnum sem koma auga á hann þar sem þeir eru á árabáti viö veiðar í Eyrarvatni. Útsendari Lindarinnar er ekki einn um aö hafa velt því fyrir sér hvort þessi smásaga Þórarins greini frá sönnum atburð- um og fékk forvitni sinni svalað yfir kaffibolla á Subway í stuttu spjalli við rithöfundinn. Um leið rifjaði Þórarinn upp eitt og annað tengt KFUM og veru sinni í Vatnaskógi. Þórarinn fær orðið: Þegar ég var að alast upp sóttu langflestir strákar í minu hverfi KFUM fundi á Amtmanns- stíg 2b. Áfundunum var mikið líf og fjör, söng- ur, upplestur og alls kyns skemmtilegheit. Ég man eftir sr. Friðik sem þá var orðinn háaldrað- ur, en ég kynntist honum nú ekki mikið. Eins og flesta stráka sem heyra af slíkum stöðum sem Vatnaskógi langaði mig að fara þangað og úr því varð, sennilega sumarið 1959 eða '60, ég er ekki viss. Við fórum saman ég og Leifur Agn- arsson vinur minn og nágranni, en hann er ný- látinn. Ég man eftir því að þegar við létum skrá okkur til dvalarinnar sat sr. Magnús Runólfsson við skráninguna. Þar gáfum við upp helstu per- sónuupplýsingar eins og fæðingardag og ár. Þegar Leifur sagði frá því hvenær hann var fæddur mismælti hann sig og sagði 1848 í staðinn fýrir 1948. Áður en hann náöi að leið-

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.