Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 14

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 14
Fcéttir LINDIN 2003 Pokasjóður styrkir Vatnaskóg Skógarmenn KFUM fengu á síðastliðnu ári veglegan styrk frá Pokasjóði verslunarinnar sem var veittur til skógræktar í Vatna- skógi. Skógarmenn hafa á undanförnum árum lagt merkta göngustiga um skóginn og Ijóst er að þessir fjármunir munu nýtast vel til að skipuleggja skógrækt og auðvelda fólki að njóta útivistar í Vatnaskógi. POKRSJÓfllir Ólafur Stefánsson, íþróttamaður ársins 2002, ásamt Einari Þorsteini syni sínum, í Vatnaskógi. Skógarmaður í heimsókn Þann 24. júní síðastliðinn kom góður Skógarmaður i heimsókn í Vatnaskóg með fjölskyldu sinni. Þar var á ferð handknattleiksmað- urinn Olafur Stefánsson, sem leikur með þýska liðinu Magdeburg. Ólafur er, eins og kunnugt er, íþróttamaður ársins á íslandi 2002 og var valinn besti handknattleiksmaður þýsku úrvalsdeildar- innar á liðnu ári. Ólafur dvaldi dagpart í Vatna- skógi með fjölskyldu sinni, fór út á bát, brá á leik í íþróttahúsinu, spjallaöi við drengina og veitti margar eig inhandaráritanir þann dag. Sæludagar Sæludagar eru fastur liður i starfi Vatnaskogar og eru haldnir um verslunarmannahelgina, að þessu sinni 1. til 4. ágúst 2003. FHátíöin er öllum opin og er dagskráin fjölbreytt, svo að fólk á öllum aldri ætti að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem boðið er upp á eru tónleikar, íþróttir, kvöldvökur, hæfileikakeppni og leiktæki fyrir börnin. í ár eru 80 ár liðin frá því að fyrsti flokkurinn lagði af stað í Vatnaskóg þann 3. ágúst 1923 og verður þess minnst með sérstökum hætti. Góð tjaldstæði eru á staðnum og öll aðstaða hin besta. Tilvalið er fyrir Skógarmenn á öllum aldri að fara með fjölskyldu sína upp í Vatnaskóg og njóta töfra skógarins í góðum félagsskap. Þeir sem ekki k geta dvalið alla helgina geta staldrað skemur m við. Taktu fjölskylduna með í Vatnaskóg þar » sem allir geta notið sín. Ólafur brá sér út á bát ásamt fjöl- skyldu sinni, frá vinstri Helga Soffía, Ólafur, Kristín Soffía og Einar Þor- steinn.

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.