Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 11

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 11
rétta sig svaraði sr. Magnús honum grafalvar- legur á svip: „Því miður, við erum ekki með hópa fyrir svo gamia." Það var mikið að þessu hlegið og sr. Magnús kom mér fyrir sjónir sem þó nokkuð mikill húmoristi. Einhvern tíma var ég viðstaddur einhvers konar æskulýðsmessu hjá honum í Fríkirkjunni. Á leiðinni í prédikun- arstólinn sneri hann sér að okkur krökkunum í kirkjunni og spurði: „Á ég að flytja langa ræðu eða stutta?" Auðvitað gall við í kirkjunni „Stutta, stutta!" Ég átti svo eftir að kynnast sr. Magnúsi betur um sumarið því hann var for- stöðumaður í dvalarflokknum. Eiga atburðir sögunnar Ég var eyland einhverjar stoðir í þeirri dvöl? Nei, alls ekki. Það eina sem ég á sammerkt með söguhetjunni er að ég var langminnstur og yngstur í hópnum, en ég leið ekki á nokkurn hátt fyrir það. Leifur Agnarsson átti heldur ekkert sameiginlegt með hinum svikula félaga drengsins í sögunni annað en að vera vinur minn og ferðafélagi. Auðvitað voru staðhætt- ir og stemmning svipuð og sagan greinir frá en atburðirnir tómur tilbúningur. Dvölin í Vatnaskógi þessa daga stóð alger- lega undir væntingum og var hin skemmtileg- asta og enginn vandi að hafa ofan af fyrir sér. Ég man sérstaklega eftir indíánaleiknum og svo kvöldvökunum sem voru mjög fjörugar. Þar fóru foringjarnir á kostum með ýmsum hætti, ég minnist Þóris Guðbergssonar sér- staklega en hann stóð oft fyrir alls konar gríni í Utvarpi Lindarrjóðri. Benedikt Arnkelsson kristniboða man ég líka. Hann spurði mig hvort ég væri nokkuð skyldur Jóhanni Tryggvasyni hljómsveitar- stjóra í London, Benedikt þótti við Jóhann vera svo líkir. Ég hafði enga hugmynd um þann skyldleika 8-9 ára gamall, en síðar kom i Ijós að Benedikt hafði rétt fyrir sér. Sr. Magnús lék á als oddi í Vatnaskógi, en var vægast sagt fastur fyrir þegar kom að aga- málum. Einhverju sinni brá hann sér til Reykjavíkur og kom aftur í Vatnaskóg seint að kvöldi. Þetta kvöld gekk foringjunum illa að halda ró í svefnsalnum þar sem ég svaf, hvort það var Vatnasalur eða Skógarsalur man ég ekki. Þeir voru búnir að reyna allt hvað þeir gátu til að hafa hemil á okkur en allt kom fyr- ir ekki. Svo kom sr. Magnús á staðinn og þá var eins og varpað væri sprengju. Einn dreng- ur frá Akranesi stóð úti á miðju gólfi og lét öllum illum látum. Magnús þreif til hans svo að náttföt drengsins rifnuðu. Allt féll í dúna- logn á eftir. í kjölfarið fylgdi mögnuð ræða þar sem sr. Magnús sagði meðal annars: „Ég var í bænum rétt áðan. Þar var allt með ró og spekt en hér í Vatnaskógi rikir ekki friður. Hér er órói og læti. Því má segja að á þessari stundu sé kveðskapur sr. Friðriks öfugmæli þar sem segir um Vatnaskóg: Gott er að gleyma glaumnum í bæ, Guðs náðar geyma gnótt, sem hér ég fæ." Kvöldið eftir stóð sr. Magnús við herberg- isdyrnar og tók í hönd hvers og eins okkar og lét okkur lofa því að segja ekki eitt einasta orð eftir að við værum komnir upp í. Hann horfði í augu okkar og fór með heit sem við áttum að svara játandi, sem sé: „Lofar þú... o.s. frv." Þegar við vorum gengnir til náða byrjaði einn Ljósmynd: Einar Falur Ingólfsson strákurinn að tala. Við minntum hann á heit- ið sem hann hafði gefið sr. Magnúsi, en þá sagði hann: „Ég sagði ekki „já", heldur „mjá"." Ég held að sr. Magnús hafi jafnað þetta náttfatamál við Akurnesinginn með einhverj- um hætti, enda ekki alvarlegt. Ætli staðnum yrði ekki bara lokað ef þetta hefði gerst nú á dögum? Eitt lærði ég í Vatnaskógi sem hefur oft komið mér vel á lífsleiðinni. Von var á norræn- um gestum til Vatnaskógar og lét sr. Magnús okkur læra alla þjóðsöngva Norðurlandanna sem við sungum svo til heiðurs erlendu gest- unum. Ég hef oft síðan brillerað á alþjóðlegum þingum með því að kunna þessa þjóðsöngva. Dvöl mín í Vatnaskógi var mjög jákvæð og dýrmæt reynsla. Einhvern veginn æxlaðist það svo að ég fór ekki aftur til dvalar þangað enda var ég alltaf í sveit á sumrin norður í Svarfað- ardal. Svo mælti Þórarinn Eldjárn að lokum. i Þórarinn Eldjárn 1981. Ofsögum sagt. Úr æviminningum róttekjumanns I, Ég var eyland. Iðunn ii Sker þetta er vestarlega í Eyrarvatni myndað af tveimur stórum steinum sem hallast hvor að öðrum og var rifa milli þeirra. Skerið hefur breyst á undanförnum áratugum.

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.