Lindin

Volume

Lindin - 01.04.2003, Page 13

Lindin - 01.04.2003, Page 13
1. Á björtum dýrðardegi ég Drottni mæta fékk við vatnið, þar sem vinir áttu fund. Þar undir heiðum himni hann hljóður framhjá gekk. Eg gleymi' ei þeirri gæfuríku stund. 2. Hann kom, ég heyrði' hann kalla með kærleiksmildum róm: „Kom, fylg þú mér og menn í lið mitt vinn.” Þá allt var yfirgefið, því allt varð sorp og hjóm á móts við það, að mig hann taldi sinn. 3. En stundum öldur æddu með ofsa' um trylltan sjó. Hann einnig þá viö vatnið hjá þeim var. Og dýrð hans bjartast birtist, er bauð hann: „Verði ró!" I stafalogni bát að landi bar. 4. Til vatnsins eins og áður ég oft og tíðum fer. Eg veit: Þar fæ ég Mannsins son að sjá. Þar Kristur á mig kallar og kominn því ég er, svo dýrðarstund ég Drottni eigi hjá. 1. Þegar logn er í Vatnaskógi hefur mér alltaf þótt eftirsóknarvert aö fara niður að spegilsléttu Eyrarvatninu og finna kyrrö- ina og friðinn alit um kring. Það er eins og að fara til fundar við Jesú. Hann gefur frið í hjarta sem enginn annar getur gefið. Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. Jóhannesarguðspjall 14. kafli vers 27 2. Jesús var á gangi með Galíleuvatni og sá Símon og Andrés, bróður Símonar, vera aö kasta netum í vatnið, en þeir voru fiskimenn. Jesús sagði viö þá: „Komið og fylgið mér, og mun ég lát yður menn veiða." Og þegar í stað létu þeir eftir netin og fylgdu honum. Markúsarguðspjall 1. kafli vers 16-18 i Vatnaskógi fékk ég að heyra kall Jesú: „Fylg þú mér." Ég tók þá ákvörðun aö hlýða kalli hans. Ég hef fengið að ganga með honum, læra af honum og vinna fyrir hann. Enn hljómar kall hans til okkar mannanna: „Fylg þú mér." Hefur þú svaraö? Bjarni Eyjólfsson 3. Nú fór hann í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gjörði svo mikið veður á vatninu, að bylgjurnar gengu yfir bát- inn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Herra, bjarga þú, vér förumst." Hann sagði viö þá: „Hví eruð þér hræddir, þér trúlitlír?" Síðan reis hann upp og hastaði á vindinn og vatn- ið, og varð stillilogn. Mennirnir undruð- ust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum." Matteusarguðspjall 8. kafli vers 23-27 Við vorum tveir 10 ára kappar sem ákváð- um að fara út á bát. Fyrir valinu varð „Ormurinn langi", stór og þungur trékanó. Þegar við komum út á Eyrarvatnið hvessti og öldurnar ógnuðu allt í kring. Við réö- um illa við bátinn og ég varð hræddur. Við kölluöum á hjálp en enginn svaraöi. Nema Jesús. Hann var við vatnið sem fyrr og leiddi okkur heila í land. Við getum kallað til Jesú í stormum lífs- ins og treyst því aö hann svarar. Hann hefur mátt til þess að kyrra vind og sjó í lífi okkar. Það er stórkostlegt að þekkja slíkan frelsara. 4. Vatnaskógur er staður helgaður Guði. Þeir sem þangað koma fá tækifæri til þess að hitta Jesú á sérstakan hátt, við vatnið, í kapellunni eða annars staðar. Við getum farið til fundar við frelsarann hvar sem er. Sá fundur á sér stað i bæn og lestri Guðs orðs. Þá er mikilvægt að biðja Guð um að opna huga okkar og hjarta fyrir því sem hann vill segja okkur. Og í bæninni getum við sagt honum frá öllu sem hvílir á okkur og þakkað gæsku hans og náð. Þá eigum við dýrðarstund hjá Drottni. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skiln- ingi, mun varðveita hjörtu yðar og hugs- anir yöar í Kristi Jesú. Bréf Páls postula til Filippímanna 4.kafli vers 6-7

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.