Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 18

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 18
Þrádlaust samband Viðtal við Árna Sigfússon LINDIN 2003 Finnst þér bænin vera „vannýtt auðlind“? Já, þetta er eina þráðlausa tækið sem kostar ekkert og bilar aldrei. Vilji maður ná sambandi við Drottin kemst þegar á beint samband, margfalt öflugra og öruggara en ADSL. Vita þetta nógu margir? Nei, það finnst mér ekki og ég legg til að við „markaðssetjum" bænina á sem einfaldastan hátt fyrir unga fólkið. Allir ættu að kunna að nota hana, en því miður er það ekki svo. Ekki allir kunna að kveikja á bæninni. Við skulum ekki lengur ganga út frá því sem vísu að við foreldrarnir kennum börnunum að biðja. Ekki sakar að kynna bænina, þetta þráðlausa, örugga tæki, fyrir ungu fólki, sem notar „sms skilaboð" sem helstu skrif sín í lífinu. Hún er ókeypis og í hvert sinn sem maður hefur sam- band kemur eitthvað gott af sendingunni! Hefur þú komið í kapelluna í Vatnaskógi? Já, ég kom í heimsókn til ykkar fyrir nokkrum árum sem formaður fræðsluráðs í Reykjavík og skoðaði aðstæður. Svo kom fjölskyldan á kvöldvöku eina verslunarmannhelgi. Synir mínir hafa farið í Vatnaskóg. Við þessi tæki- færi hef ég farið i Kapelluna. Þegar Skógarmenn rifja upp sínar bestu stundir úr Vatna- skógi, nefna margir bænastundirnar í Kapellunni eftir kvöldvöku. Allir sem vilja eru velkomnir á þær. Einn drengjanna dregur eitt biblíuvers (mannakorn) sem foring- inn les. Síðan spenna allir greipar og lúta höfði. Sumir biðja í hljóði, aðrir upphátt. Beðið er fyrir Vatnaskógi og þeim sem þar dvelja, fyrir mömmu og pabba og öllum heima, fyrir ömmu sem er veik o.s.frv. Það má biðja Guð fyrir öllu. Síðan biðja allir saman versið sem stendur á vegg kapellunnar: „Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér að nýju stöðugan anda.“ Stundum er dregið eitt biblíuvers í viðbót en svo halda allir í háttinn. Svona hafa bænastundir verið í mörg ár í Kapellunni í Vatnaskógi, formfastar en mjög gefandi og greinilega eftirminnilegar litlum drengjum. En þegar strákar verða stórir, hafa þeir þá eitthvað gagn af bæninni? - Við rædd- um þetta við Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Biður þú til Guðs, Árni? Já, að sjálfsögðu. Faðir vorið á kvöldin með ósk um styrk, gæfu og gengi til umhverfisins. Á daginn er tilvalið að draga sig örfáar mínútur út úr skarkalanum og biðja. Iþrótta- menn kalla það oft hugleiðslu fyrir leik en hjá mér er það bæn.

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.