Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 23

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 23
Stafarugl Fyrirmynd Ég var meö góöan og skemmtilegan hóp af strákum á 4. borði, flestir um 12 ára gamlir. Þetta voru hressir strákar og ég þurfti aö hafa auga meö þeim. Ég þurfti aö minna þá á almenna siöi og reglur og hafði ég tjáö þeim að við foringjarn- ir ættum aö vera þeim til fyrirmyndar, þar með talið ég. Þaö var vel liðið á flokkinn og strákarnir sátu inni í borð- sal í kvöld- kaffi. Verið var að gefa borð- unum stig fyrir hegðun og alveg grafarkyrrö ríkti þar inni. Ég var inni í stofu starfsmanna þar sem ein eldhús- stúlkan hafði verið aö gantast í mér og hellt yfir mig glasi af vatni. Ég náði í stóra könnu, fyllti hana af vatni og ætlaði nú aldeilis að skvetta á hana á móti. En hún var snjöll og hljóp inn í matsal sem var griðastaður fyrir hana þar sem ég færi ekki að raska alvarlegu andrúmsloftinu við stigagjöfina. En ég stóðst ekki mátið og hellti yfir hana öllu vatninu, en við það ærðust náttúrulega strákarnir og klöppuðu og öskruðu. For- stöðumaðurinn var ekki hinn hressasti með þetta og gaf mér vinalega áminningu eft- ir að strákarnir voru farnir út. Seinna um kvöldið, þegar ég var að svæfa strákana mína í Vatnasal, plötuðu þeir mig til að standa við eina kojuna og athuga eitthvað, en þá hellti skyndilega strákurinn úr efri kojunni vatni yfir mig úr könnu og svo hlógu þeir. Ég var ekki beint hrifinn en þeir sögðu: „Þú sagðir að við ættum að taka þig til fyrirmyndar!" Ég brosti og hló inni í mér. Ég vissi upp á mig sökina. Ég skammaði þá ekki neitt fyrir þessa aðför að foringja sínum. Keimför Rútan var á leiðinni heim í Vatnaskóg eftir sundferð. Allt i einu hróp- aði einn foringinn og benti á tvo stráka sem voru að leika sér i fót- bolta við hliöina á veginum. Rútan var stöðvuð og viðkomandi for- ingi rauk út og byrjaði að segja drengjunum til syndanna fyrir að hafa yfirgefið hópinn og sagði þeim aö koma sér strax inn i rútu. Drengirnir urðu bæði undrandi og skelfingu lostnir. Foringinn skildi ekkert í undrunarsvipnum á andlitum þeirra þar til ann- ar náði að stynja upp úr sér: „já, en við eigum sko heima hérna." Það var vandræðalegur foringi sem steig inn i rút- una og mátti þola skellihlátur hinna. Nöfn á sjö af foringjum sumarsins eru falin i þessu stafarugli. Athugaðu hvort þú finnur þau. Sjá má nöfn hjá flokkaskrá á bls. 17.

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.