Börn og menning - 01.09.1999, Page 6

Börn og menning - 01.09.1999, Page 6
BÖRN OG AAENN/|NG Anna Heiða Pálsdóttir: Ofsoðíð hrossakjöt, fímmbækur, rússneskær [jósakrónur ogjesúskór Menníng og menníngzrvítund í íslenskum bamabókum. Anna Heiða hefur nýlokið M.A. gráðu í ensku frá Háskóla íslands og vinnur nú að doktorsritgerð í barnabókmenntum við University College Worcester á Englandi. Titill ritgerðarinnar er History, Landscape, Cultural and National Identity:A Comparative Study of Contemporary English and Icelandic Literature for Children. í ritgerðinni fjallar Anna Heiða um nokkrar enskar og íslenskar barnabœkur frá 1968-1998 og ber saman hvernig ólík saga landanna er túlkuð í bókunum og hvernig landslagi er lýst, t.d. með tilliti til skiptingar milli sveita, borga og bæja. Einnigfjallar hún um ímyndað eða táknrœnt landslag og hvaða áhrif það hefur á þjóðarandann. Þá skoðar hún hvernig menningar- og þjóðernisvitund Englendinga og Islendinga endurspeglast í barnabókum hvers lands fýrir sig. Anna Heiða fékk styrk til námsins frá UCW og Rannís. Hugtakið menningarvitund („cultural identity“) hefur á undanförnum árum verið að tryggja sér sess í íslensku tungumáli og íslenskri fræðimennsku. Fræðilegar rannsóknir á menningarvitund, sem áður voru einkurn bundnar við mann- og þjóðfræðisvið, hafa haslað sér völl í fleiri greinum, þar á meðal í bókmenntafræði, en bókmenntaffæðingar hafa til dæmis skoðað hvernig menning ákveðins hóps eða þjóðar endurspeglast í bókmenntum hans. Barnabækur eru tilvalið rannsóknarefni í þessu sambandi, þar sem þær gefa sérstaka innsýn í menningu þjóðarinnar og þróun þeirrar menningar. Annars vegar sýna þær hvernig þjóðmenningin er í raun og veru, svo framarlega sem hægt er að fullyrða slíkt, og hins vegar hvernig við helst vildum að hún væri. íslenskar barnabækur hafa nokkra sérstöðu hvað rannsóknir á menningarvitund varðar, þar sem hér býr ein þjóð í einu landi sem talar eitt tungumál og deilir nokkurn veginn sömu menningu. Þess vegna geta íslenskir barnabókahöfundar leyft sér alls konar tilvísanir í íslenska þjóðmenningu án þess að hafa áhyggjur af því hvort lesandinn viti hvað höfúndur eigi við. Undir sakleysislegu yfirbragði barnabóka okkar er því að finna heilmikinn sjóð fróðleiks um íslenska menningu og menningarvitund. Hugtökin menning og menningarvitund er erfitt að skilgreina þannig að allir séu ásáttir og þau má túlka á ýmsan hátt. Menning á íslensku er tengd orðinu maður, og táknar mannlegt athæfi. Orðið „culture" eða „kultur“ eins og það nefnist á ensku og norðurlandamálum er hins vegar tengt ræktun. Þess vegna má segja að menning sé ræktun mannlegra eiginleika. Þessa ræktun stundar hver einstaklingur á sinn sérstaka hátt, sem meðal annars ákvarðast af uppruna hans og uppeldi. Sá hópur eða þjóð sem einstaklingurinn tilheyrir hefur í tímans rás tileinkað sér ákveðið mynstur mannlífs- ræktunar: þjóðmenningu sína. í henni felst ýmislegt 4

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.