Börn og menning - 01.09.1999, Blaðsíða 9
BÖRN oc mENN|N6
miðla frá sjálfum sér sem einstaklingum, heldur
frá heiminum sem þeir deila með öðrum.9
Líklega getur enginn barnabókahöfundur skrifað að
öllu leyti hlutlausa bók. Rithöfundur ber með sér fullar
ferðatöskur hvert sem hann fer. I þeim er menningar-
vitund hans og allt það sem hann hefur séð og heyrt, etið,
lesið og upplifað um ævina — hans weltanschauung
(heimssýn). Þessar ferðatöskur eru ósýnilegar en
rithöfundurinn tekur upp úr þeim í hvert sinn sem hann
ritar barnabók. Hann er afsprengi sinnar menningar og
öll hans skrif eru „menguð“ af henni. í sögunni Gegnum
þymigerðið tókst Iðunni Steinsdóttur til dæmis mjög
vel að skapa „hlutlaust" sögusvið, þannig að sagan gæti
hafa gerst hvar sem er í heiminum eða jafnvel í öðrum
heimi. Sögusviðið er greinilega ekki íslenskt, þar sem
Iðunn talar um þyrnigerði og kastala, sem minna frekar
á Þýskaland Grimms-ævintýra en ísland þjóðsagna Jóns
Árnasonar. Þrátt fyrir það segir Mýrún í Austdalnum að
bragðið af ávöxtum töfratrésins minni hana á grjóna-
graut, pottbrauð og rúllupylsu, og seinna á blóðmör og
lifrarpylsu. 10
Maturinn sem við neytum er stór hluti af
menningu okkar og eitt af því sem við
reynum að taka með okkur hvert sem við
förum. Þannig sakna íslendingar erlendis
einna mest íslensks matar, hangikets, *'■
fyrrnefnds pottbrauðs og sláturs, o.fl., á
sama hátt og Mýrún minntist þess frá
æskudögum sínum í Vestdalnum. Þessi
íslenski matur, og þá sérstaklega það sem
við köllum þorramatur, er eitt af því sem er
táknrænt fyrir íslenska menningu og neysla
hans tilheyrir föstum hefðum í íslensku
þjóðfélagi.
Séríslenskur matur er ekki einungis
táknrænn fyrir íslenska menningu, heldur
notum við hann eins og ýmsa aðra hluti úr menningu
okkar sem viðmiðun. Við segjum að eitthvað sé rúsínan í
pylsuendanum, að einhver sé grautarhaus og að bókvitið
verði ekki í askana látið. Við notum jafnframt útlit matar
í þeim tilgangi að lýsa útliti eða áferð einhvers eins og
Þorgrímur Þráinsson gerir í Nóttin lifnar við. Faðir sögu-
hetjunnar, Gabríels, sofnar i gufubaði í sundlaugunum,
og vinir Gabríels aðstoða hann við að koma máttlausum
föðurnum út úr gufuklefanum: „Strákarnir þurftu nánast
að bera Anton út og hann var viðkomu eins og
9 Peter Hollingdale, Ideology and the Children's Book (Thimble Press, 1988), bls. 15.
10 Iðunn Steinsdóttir. Gegnumþyrnigerðið (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1991), bls. 42 og 53.
11 Þorgrímur Þráinsson, Nóttin lifnar við (Reykjavík: Fróði, 1998), bls. 9.
12 Ibid, bls. 136.
13 Guðrún Helgadóttir, Jón Oddur ogJón Bjarni (Reykjavík: Iðunn, 1974; 1980), bls. 29.
hrossakjöt sem hafði verið soðið þremur sólarhringum of
lengi.“ 11 Með þessari samlíkingu vitnar Þorgrímur til
þekkingar hins íslenska lesanda, sem getur gert sér
nokkuð góða hugmynd um það hvernig ofsoðið
hrossakjöt lítur út, þar sem neysla hrossakjöts hefur
lengi verið hluti íslenskrar þjóðmenningar. Sú
þjóðmenning sem Þorgrímur vitnar í síðar í sögunni er
nýrri af nálinni: „Sævar hagaði sér eins og hann hefði
séð bíl í kóktappanum."12 Risafyrirtækið Coca-Cola
hefur ekki aðeins breytt ímynd jólasveinsins okkar
heldur einnig því hvernig við lýsum óvæntri gleði!
Islenskir barnabókahöfundar vitna gjarnan til staða
sem þeir vita að flestöll íslensk börn þekkja, til dæmis
Þingvalla, Öskjuhlíðar, Hvalljarðarganganna og Langa-
sands. Stundum eru tilfinningar þjóðarinnar tengdar
þessum stöðum, eins og meðal annars kemur fram í Jóni
Oddi og Jóni Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur.
Tvíburarnir fara ásamt foreldrum sínum, ömmu og
systrunum tveimur, Önnu Jónu og Möggu, í útilegu á
Þingvöllum. Þegar amma er búin að reisa tjaldið sitt —
sem hún keypti hjá L. H. Muller fyrir alþingishátíðina
Á maður ekki að syngja þjóðsönginn ogflagga? “
1930 — segir táningurinn Anna Jóna: „Á maður ekki að
syngja þjóðsönginn og flagga.“13 Þó svo að ekkert
sýnilegt samhengi sé á milli þessara orða hennar og
þess sem á undan fer í textanum, eru öllum íslenskum
lesendum, stórum sem smáum, ljós tengslin á milli
staðarins og þjóðrækni íslendinga. Þau tengsl eru eitt af
því heilagasta í íslenskri menningarvitund og einn af
okkar sameiginlegu leyndardómum. Ég segi „leyndar-
7