Börn og menning - 01.09.1999, Page 10

Börn og menning - 01.09.1999, Page 10
BÖRN OC MENN|N6 dómum“ m.a. vegna þess hversu erfitt er að útskýra fyrir útlendingum af hverju við þurfum svo oft að heimsækja Þingvelli á sunnudögum á sumrin. Landslagið þar er táknrænt fyrir sögu landsins og frelsisbaráttu íslendinga. Annar af leyndardómum okkar er útþráin, þetta óútskýranlega fyrirbæri sem veldur fiðringi í maga og þrá í brjósti. Flugstöðin í Keflavík hefur þess vegna sérstaka þýðingu í augum íslendinga; fyrir okkur er hún hliðið að umheiminum og táknar upphaf utanferða og ævintýra. Hún kemur t.d. fyrir í einni af bókum Andrésar Indriðasonar, Ævintýralegu sambandi, sem fjallar um Álf, dreng í mannheimum sem kemst að því að hann er í raun álfur. Foreldrar hans segja honum þessa staðreynd þegar hann er ijórtán ára og fara með hann til Álfheima til að kynna fyrir honum uppruna hans. Álfheimar eru ekki ólíkir mannheimum, í álfa- blokkinni er t.d. Bónus, Benetton og McDonald en yfir þeim hvílir samt ævintýrablær: „Á víð og dreif voru pálmatré af sömu gerð og þrifust einungis í heitu löndunum og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.“14 Andrés getur auðvitað reiknað með því að lesandinn þekki flugstöðina og gróðurfarið þar eins og næstum allir íslendingar og hann skírskotar til þess hvernig hún tengist ævintýrum og framandi slóðum. í sömu bók vísar hann á aðra hluti sem ekki þarfnast frekari skýringar fyrir íslenska lesendur en gætu orðið þýðanda verksins þrándur í götu. Þeir eru til að mynda „rússnesk ljósakróna“ sem við vitum öll að táknar yfirlætislausa ljósaperu, og „Jesúskór“, en það eru sandalar sem að minnsta kosti hippakynslóðin kannast við.15 Jesúskór koma reyndar fyrir á ensku máli, t.d. í titli barnabókarinnar A Pair of Jesus Boots eftir Sylviu Sherry en þegar ég spurði enska félaga mína hvaða merkingu þau legðu í orðið, lýstu þau skóm sem við köllum „Kínaskó“.16 Við leggjum sem sagt mismunandi merkingar í sömu orðin, eftir því hver menningarlegur bakgrunnur okkar er. Barnabækur bera þannig keim af menningu þess þjóðfélags sem höfundurinn hefur alist upp í og endurspegla hana. Þær hafa jafnframt annan eiginleika: þær segja okkur hvernig mynd þjóðfélagið vill gefa af sjálfu sér, það er hvernig þjóðmenningu höfundurinn kýs að endurspegla. Anthony L. Manna segir til dæmis: „Lestu barnabækur tiltekins þjóðfélags, eða hlustaðu á sagnaþuli þess, og þá ert þú að vissu leyti tengdur 14 Andrés Indriðason, Ævintýralegt samband (Reykjavík: Æskan, 1997), bls. 46. 15 Ævintýralegt samband, bls. 42 og 117. \ pólítískri ogþjóðfélagslegri hugmyndafræði þess.“17 íslenskar barnabækur ættu þar af leiðandi að veita lesandanum innsýn í íslenska menningu en stundum er erfitt að sjá hvort um rétta mynd eða tálsýn er að ræða. I unglingabókum undanfarinna ára hefur til að mynda mikið verið gert úr drykkjuskap og ómennsku foreldra eins og Hildur Heimisdóttir ræddi í fyrirlestri á ráðsteínu um barna- og unglingabókmenntir í Gerðu- bergi þann 24. apríl 1999. Hildur talaði um hvernig mynd nokkrar unglingabækur gefa af þjóðfélaginu og hvort hún endurspeglaði íslenskan veruleika. Af lestri þeirra mætti til dæmis ætla að allir íslendingar sem bragða áfengi séu drykkjusjúkir og þær gefa í skyn að allir þeir sem drekka ættu að fara í meðferð. Einnig benti Hildur á að næstum enginn reykti í umræddum bókum, hvorki söguhetjan né hinir fullorðnu. Samt sjáum við fólk húka við bakdyr fyrirtækja um alla borg og púa vindlinga og á kaffihúsum og skemmtistöðum er andrúmsloftið oft svo reykmettað að varla sér út úr augum. Ekki er laust við að slíkar barnabækur beri með sér prédikunartón um að svona eigi þjóðfélagið að vera; þær gefa tálmynd af íslenskri menningu. Við höfúm sennilega öll lent í því sem börn að ímynda okkur að menningin sem sýnd er í bókum væri fullkomlega sönn og tilheyrði okkar menningarheimi, eins og Emil gerir í Emil og Skunda: En hérna var hann einn að þvælast á dansstað einhversstaðar útí sveit og gat sér hvergi hallað. í bókum var svona lagað alltaf svo auðvelt. Þá fundu menn sér bara hlöðu og lögðust í grænt og hlýtt heyið. En hér var engin hlaða og hér var ekki hlýtt eins og í útlöndum. Og svo var hann þreyttur, svangur og kaldur.18 Kosturinn við bækur eins og Emil og Skunda er sá að lesandi þeirra getur svo auðveldlega sett sig í spor söguhetjunnar. Þeir sem tilheyra íslenskri menningu verða að sætta sig við að hið hlýja og sólríka íslenska sumar er aðeins til í ferðabæklingum, nokkrum bókum og í dreymnum vorhug Islendinga. Vissan um að það sé rétt handan við hornið heldur okkur vongóðum langt fram í september. Sú bjartsýnistilfinning er enn einn af leyndardómum menningar okkar. íslenskri menningu er ekki hægt að lýsa í nokkrum orðum — hún er órjúfanlegur hluti af okkur. En 16 Sylvia Sherry, A PairofJesus Boots (London: Jonathan Cape Ltd., 1969; Heinemann Educational Books Ltd., 1975). 17 Anthony L. Manna:. „Children's Literature and Society: Introduction,“ Children's Literature Association Quarterly 11, nr. 2 (sumar 1986), bls. 58. 18 Emil og Skundi, bls. 108. 8

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.