Börn og menning - 01.09.1999, Page 14

Börn og menning - 01.09.1999, Page 14
BÖRN oc MENN1N6 „Hamíngjan á keíma í manní sjálfum" Guðrún Helgadóttir vakti mikla athygli og hrifningu með fyrstu bók sinni Jóni Oddi ogJóni Bjarna árið 1974.1 aldarfjórðung hefur hún skemmt íslenskum börnum með skrifum sínum. Bækur hennar sem eru nú orðnar tuttugu talsins hafa ratað víða um lönd. Þeim hafa verið gerð góð skil á ýmsum vettvangi, nú síðast í september á ritþingi Gerðubergs. Islandsdeild IBBY - Börn og bækur heiðraði Guðrúnu Helgadóttur á sumardaginn fyrsta í Norræna húsinu fyrir framlag hennar til íslenskra barnabókamennta. Afþví tilefni skiptist Guðrún Hannesdóttir á nokkrum orðum við Guðrúnu um börn og bœkur. Á ritþinginu sagðist þú hafa orðið lœs mjög ung. Manstu hvernig þú lærðir að lesa? Nei, mér hefur bara verið sagt það. A heimili mínu voru amma og afi og amma las alltaf fyrir afa, sem misst hafði sjónina í bílslysi. Og ég sat mikið uppi hjá þeim. Svo fór hún að segja mér til með bandprjóni, er mér sagt; hann hefur margháttað menningarsögulegt gildi! Það hafa allir svarið og sárt við lagt að ég hafi verið orðin fluglæs þriggja og hálfs árs gömul. Þetta þóttu svolítil tíðindi og það var verið að láta mig troða upp á skemmtunum, láta þetta litla skrípi lesa upphátt sögur og ljóð. Ekki er víst að þetta hafi gert mér neitt gott, ég held mér hafi þótt töluvert til mín koma á þessum árum og eimdi eftir af því fram á táningsár en þá hrundi líka sjálfsmyndin alveg hreint í mola! Margt hefur verið skrifaó og skrafað um gildi bóka fyrir börn. Hvað hefurþú um það að segja? Ég get hreinlega ekki ímyndað mér að ég hefði lifað af nema af því að ég las mikið. Ég las bara allt sem ég náði í. Ein eftirminnilegasta bók sem ég man eftir úr barnæsku minni var ægilegur doðrantur, sem hét Glitra daggir, grær fold, mílulangur ástarróman sem ég marglas. Ég las Strandakirkju eftir Elínborgu Lárus- dóttur af mikilli áfergju. Enn ein var Katrín eftir Sally Salminen. Ég grét yfir henni árum saman. Það kom mér reyndar einu sinni dálítið vel. Ég var á Álandseyjum á norrænum fundi og þurfti að halda borðræðu hjá einhverjum fyrirmönnum þar og þá var gott að geta gripið til helsta rithöfundar þeirra, Sallyar. Heimamenn kunnu vel að meta þekkingu ræðumanns á bókmenntum eyjaskeggja. Þeir vissu hins vegar ekki að hann hefði getað farið með heilu kaflana utanað um raunir Jóhanns og Katrínar! Þetta endurtók sig seinna norður í Samabyggðum Noregs undir svipuðum kringumstæðum. Ein af allra fyrstu barnabókum sem ég eignaðist var Lajla og er hún um litla Lappastelpu. Ég hafði ekki hugsað um þessa bók í fjörutíu ár en þarna greip ég til þess að vitna í hana og nefndi höfund hennar alveg án umhugsunar. Jon Friis! Enginn var meira undrandi en ég sjálf á því að ég skyldi muna þetta rétt en maður verður ótrúlega handgenginn því sem maður les ungur. Og af góðum erlendum barnabókum má margt læra. Bækurnar um Heiðu kenndu mér meira um Sviss en svissneskum þingkollegum mínum hafði tekist að læra um Island á löngu lífi! Og Pétur Sand leiddi mig í sannleikann um lífsbaráttuna á Jótlandi á árum áður. Góðar bækur auka við lífsreynslu hvers einasta barns og sumar breyta manni. Ég var að vísu orðin þrettán ára þegar ég las þá bók sem breytti mér mest, Vefarann mikla frá Kasmír. Sú bók breytti lífi mínu, ég hef aldrei orðið söm eftir. Ég er sannfærð um að börn verða sterkari einstaklingar af því að lesa mikið og fyrir börn sem hafa veikt bakland er það alveg grundvallarskilyrði. Mér er minnisstætt viðtal við unga danska stúlku sem var að n

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.