Börn og menning - 01.09.1999, Page 17

Börn og menning - 01.09.1999, Page 17
BöRN OG /sAENN|N6 -------------------------------------- Gœtir þú hugsað þér að skrifa barnabók sem fengi illan endi? Já, já — samt verður að undirbyggja það þannig að börnin skynji að þannig hlaut að fara. Þegar verið var að æfa leikritið mitt Óvita en þar var enginn „happy end“ hafði fólk áhyggjur af því að foreldrum þætti það ekki nógu gott. Ég sagði að það yrði bara að hafa það og í ljós kom að börnin skildu að svona var þetta bara. Ég held að það sé ekkert skilyrði að allt falli í ljúfa löð að lokum. Börn vita vel að það gerist ekki alltaf. En þau verða að vita af hverju það er þannig. Vettvangur nýju miðlanna sem áður voru nefndir, einkum tölvuleikja, eru flestum fullorðnum nœsta framandi. Veruleiki þeirra er síbreytilegur án viðtekinna takmarkana. Náttúran er orðin „ónáttúruleg“, mennirnir „ómennskir“ og börnin spinna sjálf framvindu frásagnarinnar ein síns liðs, með músikeffektum og ómœldu myndefni. Hefur bókin eitthvað að segja í samkeppni við slík fyrirbœri? Ég er ekki óskaplega hrædd um að bókin lúti í lægra haldi fyrir þessu. Dálítil hætta er á að menn séu að falla í þá gryfju að vera að keppa við Star Wars lætin og reyna að gera eitthvað svipað, finna hrikalegra söguefni. Ég held að börn þreytist á þessum hasar, það er töluverð áreynsla fyrir barn að sitja yfir þessu efni, þau þurfaað vera óskaplega snögg og einbeitt. Ég hef tröllatrú á að það komi að því að börnum finnist líka gott að liggja í rólegheitum með bókina sína og upplifa hlutina í góðu næði og endurlesa kannski það sem þau þurfa að hugsa betur um. Það er enn svo að börn eru duglegustu notendur bókasafna. Það hefur komið mér á óvart þegar ég hef heimsótt grunnskóla hvað þau lesa mikið. Ég hef meiri áhyggjur af unglingum en hafi þeir lesið sem börn, fara þeir aftur að lesa. Nú eru þessir nýju miðlar börnum mjög aðgengi- legir og framboðið ntikið. Mörgum þykir að til mótvœgis œtti að auka útgáfu gœðabókmennta fyrir börn, bœði nýrra og klassískra. Hvað finnst þér um það? Svo sannarlega þyrfti þess. Það er mikið talað á hátíðarstundum um æskuna og mikilvægi þess að hlúa að henni á allan máta, ekki síst með góðum bókum. Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því að börnin hætti að lesa. Ég hef miklu meiri áhyggjur af því að sífellt færri höfundar skrifi fyrir börn. Það er ekki hægt að standa í þessu til langframa, hvorki fyrir útgefendur né höíunda nema til komi stuðningur úr sameiginlegum sjóðum. Barnabækur eru ódýrari í sölu en aðrar bækur og þar af leiðandi fær höfundurinn minna í sinn hlut. Það er ekki Nú er það svo að börn eru ekki alltaf óhult, ekki einu sinni ífaómi eigin fjölskyldu. Erlendis er œ meira framboð á barna- og unglingabókum um ógnvænleg efiti: ofbeldi, sifjaspell og morðingja í hópi vina eða jafnvel fiölskyldu. Telur þú að bœkur af þessu tagi hjálpi börnum við að takast á við ógnir oggrimmdina íheiminum? Nei, það held ég hreint ekki. Ljótleikinn er engum hollur. Ég held að það sé miklu mikilvægara að gefa börnum væntingar um að lífið geti verið gott. Ég held að það sé engu barni hollt að velta því upp úr hörmungum, þau hafa nóg af slíku í ijölmiðlum. Þvert á móti þarf að efla sjálfsvitund þeirra og sfyrk til að verða eigin gæfu smiðir. En það er hægt að skrifa um hvað sem er fyrir börn. Það þarf ekkert endilega að hlífa þeim við vonbrigðum og sorg. En það verður að gera ansi varlega og leiða þau heil út úr þeirri umijöllun aftur. Þetta er vandasamur línudans. Ein er til dæmis sú hætta þegar verið er að skrifa um alvarlega hluti fyrir börn að detta í væmni sem er eitt það versta sem til er í bókmenntum. Línan þar er óskaplega vandrötuð. Vitanlega skrifa höfundar gjarnan um veruleika hvers tíma eins og hann er og hljóta að koma inn á ýmis vandamál sem börn þekkja á sjálfum sér. Þar er engin formúla til. Ég tel mikilvægt að börnin séu ekki blekkt en samt sé sjónum þeirra beint í átt til þess sem betur má fara. Barn án væntinga er illa statt. Og ævintýri opna börnum nýjar víddir sem nýtast í veruleikanum. 15

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.