Börn og menning - 01.09.1999, Page 18
BÖRN 06 /V\ENN|N6
gerlegt að lifa af slíkum tekjum. Barnabækur eru dýrar í
framleiðslu einkum bækur fyrir minnstu börnin sem
þurfa að vera fallega myndskreyttar. Og þá er hættan að
þær verði svo dýrar í sölu að fólk heykist á að kaupa
þær. Það má ekki gerast því að þá verður verksmiðju-
framleiðslan á barnabókum ofan á. Og allt of margar
eldri bækur eru ófáanlegar sem öll börn ættu að eiga.
Nú er ýmis menningarstarfsemi niðurgreidd eða
aðrar ráóstafanir gerðar. A sínum tíma stóðst þú
fýrir því að Þýðingarsjóður var settur á stofn. Sérð
þú einhverja svipaða lausn á vettvangi
barnabóka?
Því ekki það. Ég held að það þurfi að leggja fram fé
til að styrkja útgefendur til útgáfu barnabóka. Þegar
Þýðingarsjóður komst á laggirnar 1981 hafði hann
umtalsverð áhrif. Þar er lögð fram tiltekin upphæð úr
ríkiskassanum til þess að greiða mönnum laun á meðan
þeir eru að þýða erlendar bókmenntir. Þetta er ekki há
ljárhæð, innan við 10 milljónir árlega, en það hefur
heldur betur sýnt sig að það hefur skilað sér í
fjölbreyttari og betri útgáfu erlendra bókmennta. Og
það sem meira er, þessar bækur seljast. Bækur
Dostojevskis og Tolstoys, Umberto Ecos og Isabellu
Allende, kollkæfðu Barböru Cartland! Það er nefnilega
alrangt, held ég, að allur þorri manna vilji drasl. Fólk
vill góðar bækur séu þær á annað borð á boðstólum. Það
á við um barnabækur líka. Árið 1991 var ________
virðisaukaskattur á bókum afnuminn en settur
snarlega á aftur við stjórnarskipti 1993. Á
þessu stutta tímabili jókst bóksala mikið, enda
munar um 14% verðlækkun. Víða er enginn
virðisaukaskattur á bókum til dæmis í Noregi
og Bretlandi. íslenskir útgefendur hafa mikið
barist íyrir afnámi hans en ekkert gengið. En
ég held að það sé engin spuming, þetta á að
gera með samvinnu ríkis og útgefenda. Það
verður dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið að
„spara“ á þessum vettvangi.
Finnst þér stefna útgefenda í vali á
barnabókum tilþýðinga markviss?
Nei, ég held að hún sé afskaplega
tilviljunarkennd. Sumir vanda þó meira til
þýðinga en aðrir. Mér finnst ánægjulegt að sjá
að jafnvel Disney-frameiðslan hefúr á að skipa
úrvalsþýðanda, henni Sigrúnu Árnadóttur sem
tryggir að textinn sé í lagi. Menn voga sér ekki
lengur að kasta til höndunum en ég held að
vanti mikið á að sé til ákveðin stefna í vali á
bókum til þýðinga.
Öll bókaútgáfa byggist í vaxandi mæli á
markaðnum, allt verður að seljast tafarlaust og lagerrými
virðist horfið. Sérhver bók verður helst að vera metsölu-
bók. En margar barnabækur ætti að endurútgefa og það
er ekki fráleit hugmynd að til væri forlag sem annaðist
útgáfu sígildra barnabóka bæði íslenskra og erlendra
Nú hefur þú lagt gjörva hönd á margar tegundir
bókmenntatexta, ævintýri, raunsœissögur úr
samtímanum, Ijóðrœnar bernskusögur, mynda-
bœkur og barnaljóð. Flogið hefur fyrir að þú
hyggir á frekari skrif fyrir fullorðna - ætlarðu að
yfirgefa börnin?
Aldeilis ekki! Þvi er ekki að leyna, að mig langar
svolítið til að skrifa langan róman, svona sexhundrið
síðna epískan doðrant íyrir fullorðna! En mér finnst
yndislegt að skrifa fyrir börn og sennilega er ég svo illa
haldin af síbernsku að ég held ég hætti því aldrei.
Guórún Hannesdóttir
Guðrúnu hafa tvisvar verið veittar viður-
kenningar íslandsdeildar IBBY, 1988 og
1999 og úr rithöfundarsjóði Ríkisútvarpsins
1993.
Bamabsekur1 öauðmuar1 ■Helgadó+tuiu
Jón Oddur og Jón Bjarni, 1974 (Verðlaun Fræðsluráðs, 1975)
Meira afJóni Oddi ogJóni Bjarna, 1975
íafahúsi, 1976
Páll Vilhjálmsson, 1977
Óvitar (leikrit), 1979 (Viðurkenning úr sjóði Thorbjöms Egners )
Enn afJóni Oddi ogJóni Bjarna, 1980
Astarsaga úrfjöllunum, 1981
Sitji Guðs englar, 1983
Gunnhildur og Glói, 1985
Saman í hring, 1986
Sænginni yfir minni, 1987
Núna heitir hann bara Pétur, 1990
Undan illgresinu, 1990 (Norrænu barnabókaverðlaunin 1992)
Velkominn heim, Hannibal Hansson, 1992
Litlu greyin, 1993 (Verðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur 1994)
Ekkert að þakka! 1995
Ekkertað marka! (Viðurkenning Menningarsjóðs VISA 1996)
Englajól, 1997
Aldrei að vita!, 1998
HandaGúndavél og ekkert minna, 1999
16