Börn og menning - 01.09.1999, Blaðsíða 20
BÖRN 06 MENN|N6
Spil aj'ólkið O0 puepum^osið
Hvort Bollubókin er hugarburður Hans Tómasar
kemur ekki fram, enda kannski ekki aðalatriðið. Þrátt
fyrir annan búning fjallar hún um sömu hluti og
ferðasagan. Sljótt spilafólkið er hliðstætt mönnunum
sem vaninn hefur svipt lífstilfinningunni. Hans segir
mömmu sína týnda í tískuævintýrinu þannig að
óhugnaður innilokunar og óraunveruleika eyjarinnar
tengist þeim tilbúna ímyndaheimi sem hún lifir í sem
fyrirsæta. Sljóleiki spilafólksins orsakast einnig af
purpuragosinu, drykk sem það ánetjast. Purpuragosið
sviptir spilafólkið dómgreindinni og Hans Tómas sér að
drykkja föðurins er alvarlegt mál. Ferðin er því
þroskasaga Hans Tómasar. Hann fer að hugsa sjálfstætt
og við það verður lífið flóknara. Hann sér foreldra sína á
annan hátt en áður og gerir sér grein fyrir því að margar
ástæður geti legið fyrir ijarveru móðurinnar og ekki sé
sjálfgefið að hún komi með þeim heim.
Xýndur afi og eef+aeólcm
Þegar nálgast lok sögunnar kemur í ljós að
Bollubókin Ijallar um Hans Tómas sjálfan og ferð hans.
I henni er spádómur sem hefur ræst og er að rætast.
Fortíð, nútíð og framtíð mætast. Hans kemst að því að
bakarinn sem gaf honum bolluna er afi hans og að
brottför móðurinnar sé fyrirfram ákveðin, liður í ættar-
óláni.
Um leið og spádómurinn sem nefnist jókerspil er
lesinn sést að bókin er byggð upp á sama hátt og
spilastokkur. Kaflar hennar eru 53, nefndir eftir spilum
að jókernum meðtöldum. Höfundur leggur semsagt
spilin á borðið en lesandans er að spá. Byggingin er liður
í meðvitund sögunnar um sjálfa sig sem sögu sem auk
þessa kemur fram í markvissri innpökkun. í fyrsta
rammanum er Hans Tómas að skrifa sögu ferðarinnar að
sex árum liðnum. Siðan er Bollubókin, sagan í sögunni,
endursögn endursagnar. Regluleg skipting sagnanna
tveggja truflar einnig innlifun lesandans og þegar
fantasía Bollubókarinnar blandast raunsæislegri ferða-
sögunni er afstæði sannleikans ítrekað enn frekar.
3íól<enÍKun li|i
Meginkostur bókarinnar er jákvæð afstaða hennar til
lífsins. Heimspekilegar pælingar um tilgang lífsins hafa
oft borið í sér þá neikvæðu niðurstöðu að lífið sé
tilgangslaust. Af spilafólki Bollubókarinnar kemst
jókerinn einn af. Jókerinn er bæði hluti af spila-
stokknum og utan hans þar sem taka má hann burt án
þess að vanti í spilin. I sögunni er heimspekingum líkt
við jókera því þeirra er að skoða samfélagið utan ffá um
leið og þeir eru sjálfir hluti af því. Að jókerinn lifi
tengist þeirri skoðun að Hf manna hafi tilgang í sjálfu
sér og þótt mennirnir deyi geti hugsanir þeirra
lifað samanber heimspeki Forn-Grikkja.
Greinarhöfundur er kennari í Borgarholts-
skóla
/
Bókakaffi Síung og Barna og bóka - Islandsdeildar IBBY
Félag barnabókahöfunda og samtökin Börn og bækur boða nú í annað sinn til bókakaffis á
Súfistanum í húsi Máls og menningar við Laugaveg fimmtudagskvöldið 27. janúar
næstkomandi. Andri Snær Magnason rithöfundur mun spjalla um barnabókmenntir og
hefur frjálsar hendur í efnisvali sínu.
Einnig verður sagt frá hinni geysivinsælu bók Harry Potter og heldur Anna Heiða Pálsdóttir,
bókmenntafræðingur, stutt erindi um söguna sem kom út í fyrsta sinn á íslensku nú fyrir
jólin, söguna bak við verkið og efnistök. Að loknum íyrirlestri verður létt kaffispjall um bæði
erindin.
Veitingar verða seldar á staðnum.
Allir unnendur góðra bóka fjölmenniö!
18