Börn og menning - 01.09.1999, Page 23
BÖRN 06 MENN/|N6
Hildur Heimisdóttir:
Veruleíkínn í ísienskum
bamabókum
Barna- og unglingabækur þurfa eins og aðrar bækur að höfða til lesenda sinna og því er
eðlilegt að spyrja til hverra höfða íslenskar barna- og unglingabækur og hverjir eru lesendur
þeirra? Þetta er sú meginspurning sem ég gekk út frá í erindi mínu á ráðstefnu um
barnabókmenntir í Gerðubergi þann 24. apríl síðastliðinn með það að markmiði að fá
áheyrendur til að velta vöngum yfir því hvernig íslenskar barnabækur kallast á við samfélag
lesenda á okkar tíð.
Ég spurði tólf ára nemendur mína í vetur hvernig
þeim fyndist að hin fullkomna barna- og unglingabók
ætti að vera. Það stóð ekki á svörum: „Hún á að vera
spennandi, hún á að fjalla um alvöru hluti, hún á ekki að
predika.“ Hver talaði upp í annan þar til einn strákanna,
mikill fjörkálfur sem ég hef reynt að hvetja til þess að
lesa sér til skemmtunar uppbyggjandi bókmenntir í
allan vetur, þótt ekki væri nema tíu mínútur á dag, kom
með lausnina: „Hún ætti að fjalla um mig! Bók sem
lýsir degi í lífi mínu væri skemmtileg!" Hinir
krakkarnir hlógu en ég varð hugsi. Fjalla bækurnar um
veruleika barnanna; marglita veröld alls konar fólks
með mismunandi lífsreynslu og skoðanir? Er bókaflóran
krydduð spennandi og hryllilegum atburðum sem
nánast eru of hræðilegir til þess að hægt sé að teikna þá
eins og Ilon Wikland sagði einhvers staðar í viðtali um
riddarann Kató. Eða fjalla þær um veruleika sem
höfundarnir óska börnunum, jafnvel veruleika sem
höfundarnir þekkja frá því að þeir voru ungir,
heimfærðan á nútímann með því að skjóta inn í söguna
gsm-síma eða tölvu. Veruleika sem fjallar um
meðalbarn en treður inn sérstökum skýringum ef
eitthvað í fari barnsins eða í umhverfi þess víkur frá
réttu meðalnormi.
I íslenskum barnabókum er til dæmis sjaldnast
söguhetja sem er fötluð, samkynhneigð, tökubarn eða
nýbúi án þess að fylgi útskýring á því að allt sé þetta nú
í lagi. Lesandinn fær ekki að vera víðsýnn eða
þröngsýnn í friði, dæma á sínum forsendum, mæta
jafnvel fordómafullur til leiks en losna við fordómana
með því að kynnast söguhetjunni. Algengar eru
setningar eins og (ég tek það fram að þessi er
heimatilbúin!): „Sumum finnst skrítið að Óli skuli vera
svona og margir krakkar stríða honum en mér þykir
þetta ekkert skrítið!“ Lesandinn fær uppgefin æskileg
viðhorf gagnvart Óla og ástandi hans. Hann þarf ekki að
fást sjálfúr við að móta viðhorf sín.
Islenskar barnabækur eru sjaldnast fordómafullar
eða glannalegar í boðskap; enginn reykir án þess að
skammast sín fyrir það, fólk sem drekkur gerir það í
hófi, ef ekki er það sent í meðferð. Danska hugmyndin
um bjór með matnum á hverju kvöldi á ekki upp á
pallborðið í íslenskum barnabókum frekar en á íslensku
samfélagsforsíðunni. Það er stöðugt verið að ffæða og
upplýsa, kannski fyrst og fremst um umburðarlyndi.
Opinberlega búa aðalsöguhetjurnar við mismunandi
aðstæður og eru af ýmsum stærðum og gerðum.
Meirihlutinn býr þó við knöpp kjör, foreldrarnir eru á
lágum launum, ijölskyldubíllinn að hrynja og afi og
amma úti á landi eiga lausn við vandamálum.
Samfélagsmyndin er semsé svolítið einlit. Kannski
er það allt í lagi. Hugsanlega málum við samfélagið
hvort eð er í skýrum litum. Sjónvarpsþættir ætlaðir ungu
fólki minna stundum á skyggnusýningu: Allar