Börn og menning - 01.09.1999, Page 25
BÖRN OG />aENN|N6
SAMríÐARSKÁLO
Að þessu sinni eru kynnt samtíðarskáldin Áslaug Jónsdóttir og
Þórður Helgason. Bœði hafa þau nýlega skrifað vinsœlar bœkur
fýrir börn og unglinga. Upplýsingarnar hér að neðan eru fengnar
frá höfundunum sjálfum og kunnum við þeim bestu þakkir fýrir.
Aslaug Jónsdóttir
(f.1963)
Nam myndlist við Mynd-
lista- og handíðaskóla
íslands og Skolen for
Brugskunst í Kaupmanna-
höfn og útskrifaðist þaðan
úr grafík og teiknideild árið
1989. Hefur starfað sem
teiknari, rithöfundur, graf-
ískur hönnuður, mynd-
listar- og bókagerðarmaður.
Bókarhönnun og mynd-
lýsingar skipa veglegan sess í bókum Áslaugar, en þá
þætti vinnur hún samhliða hugmynda- og textavinnunni.
Efniviður bókanna er sprottinn úr hversdagsleikanum
jafnt sem heimi ævintýranna og mörkum þessara heima
á stundum eytt. Áslaug hefur myndskreytt allar sínar
bækur sjálf.
„ Við erum öll aó segja sögur. Við viljum öll heyra
sögur: sannar sögur og skáldaðar. smásögur sem
stórvirki, lífsreynslusögur og hvunndags œvintýr. Þau
okkar sem velja það að starfi að segja sögur, gera það á
margvíslegan hátt. Ég á ntér uppáhalds miðil sem er
myndabókin. Að opna bók er eins og að opna dyr,
ganga inn í safn mynda og orða. Að byggja slíkt safn er
heillandi vinna. Finna hverju orði, hverri línu og
hverjum fleti sinn stað, flétta saman ytri og innri
byggingu. Allir viðir þjóna sínum tilgangi: vœngja-
hurðin, forstofan, - já,jafnvel forstofuteppið sem leiðir
þig inn í nýja veröld. Við taka einfaldar stofur,
völundarhús eða veislusalir, allt eftir efnum. Þar má
dvelja lengur eða skemur. Ef vel tekst til endist
upplifun gestsins löngu eftir að spjöldunum er lokað. “
LAtgefin verk
Gulljjöðrin 1990
Fjölleikasýning Astu 1991
Stjörnusiglingin 1991
A bak við hús - Vísur Önnu 1993
Einu sinni var raunamœddur risi 1995
Prakkarasaga meðhöfundur: Sigurborg Stefánsdóttir.
1996. Fyrsta ísl. barnabókin með táknmálsmyndum.
Sex œvintýri 1998
Viðut*kenningaK
Viðurkenning íslandsdeildar IBBY 1993
SLEIPNIR-rejselegat. Nordisk Ministerrád 1995
Viðurkenning úr Bókasafnssjóði höfúnda 1999
Tilnefning til H.C. Andersen verðlaunanna fyrir
myndskreytingar 1999
Iríýðingar
Enskar og þýskar þýðingar eru til eða í vinnslu á
nokkrum bókum: Stjörnusiglingin, Á bak við hús - Vísur
Önnu, Einu sinni var raunamœddur risi, en útgáfa er
ekki ákveðin.
Forlag: Mál og menning
23