Börn og menning - 01.09.1999, Page 26

Börn og menning - 01.09.1999, Page 26
BÖRN 06 MENN|N6 Þórður Helgason (f-1947) Cand. mag. í bókmennt- um frá Háskóla íslands. Kennari í framhaldsskóla frá 1972 - '94. Lektor og síðan dósent í íslensku máli og bókmenntum við Kennaraháskólann frá 1994. Auk barna- og unglingabóka er Þórður höfundur ljögurra ljóða- bóka, nokkurra smá- sagna sem birst hafa í blöðum, tímaritum og kennslubókum, fjölda kennslubóka fyrir grunnskóla og framhaldsskóla og fræðilegra ritgerða og greina á ýmsum vettvangi. Barnabækur Þórðar eru ólíkar að eíni en segja má að þær fjalli flestar um líf bama í samfélagi nútímans með skírskotun til fortíðar. Eina þeirra má þó líta á sem dýrasögu (fabúlu). Unglingabækurnar tvær fjalla um átök sem verða á viðkvæmu skeiði unglingsáranna. Unglingarnir skilja við bernskuna og takast á við heim fúllorðinna og öðlast nýja visku. Vinátta og ástir koma mjög við sögu. „Ég hef, allt frá því að ég gat lesið mér til gagns, verið það se/n stundu/n er nefnt lestrarhestur. Því tel ég meðal ber/tskuvina /ttinna ýmsar þœr persónur sent ég kynntist eingöngu í bókum, þá Hjalta litla, Nonna og Manna og Arna í Hraunkoti. Bóklestur hefur æ stðan verið aðaláhugamál initt og ég hefnotið þeirrar náðar að þetta hugðarefni mitt er einnig eiitn meginþáttur starfs míns. Um langt árabil kenndi ég unglingum og ntér fannst það gefa mér mikió, jafnvel endurnýja lífdagana. Bœkur ittínar unt börn og unglinga eru því í rökréttu framhaldi áhugasviðs míns og starfs vonandi einhverjum til gagns oggleðu “ Baekur fyriv ungf j-ólk Ég er kölluð Lilla 1985, 2. útg. 1987, 3. útg. 1989, 4. útg. 1992 Langamma 1990 Ani ánamaðkur 1991 Geta englar talað dönsku? 1996 Tilbúinn undir tréverk 1998 Einn fyrir alla, 1999 Við u^keuuingar Barnabókin Ég er kölluð Lilla fékk viðurkenningu í samkeppni á vegum Námsgagnastofnunar árið 1985. Smásagan Trigger fékk viðurkenningu Samtaka móðurmálskennara í samkeppni um smásögur fýrir böm og unglinga árið 1983. Smásagan Og enginn sagði neitt fékk verðlaun í smásagnasamkeppni Námsgagnastofnunar árið 1992. Sagan Grímur fékk í sömu samkeppni viðurkenningu. Árið 1996 hlaut Þórður 2. verðlaun í samkeppni Listahátíðar í Reykjavík um ljóð. Tvö önnur ljóð eftir hann fengu viðurkenningu í sömu samkeppni. Forlag: Mál og menning 24

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.