Börn og menning - 01.09.1999, Page 29
BÖRN 06 MENN|N6
Víst er gott að þau lesi „alvörubækur“ en mikið væri
gaman að sjá þau lesa alvöru unglingabækur og síðan
halda áfram yfir í bækur fyrir fullorðna. Kannski væru
þá fleiri sem héldu áfram að lesa.
Ætli lesendur okkar séu ekki bara fólk sem vill lesa
bækur um fólk af holdi og blóði? Þurfiim við að gera
þeim eitthvað annað upp? Er þetta vandamál okkar
höfundanna frekar en lesenda?
Áður lásu börn barnabækur og fóru svo beint yfir í
fullorðinsbækur þegar þau stækkuðu. Það var viðtekin
regla og engum datt annað í hug því það fannst ekkert
annað. En þegar skoðað er hvað hefiir gerst og er að
gerast í öðrum löndum er illskiljanlegt hvaðveldur því
að unglingabækur hafa ekki lifnað almennilega sem
bókmenntagrein á íslandi. Einstaka höfundar hafa verið
unglingabókum trúir og sumir gert það vel en þeir eru
bara svo fáir. Kannski hafa bókaforlögin heldur engan
sérstakan áhuga á þessum bókum og trúlega seljast
þær ekki sérlega vel ef þessi aldurshópur er hættur að
lesa.
En væri ekki gaman að gera átak þar sem höfundar
og forlög legðust á eitt og veittu unglingabókum
brautargengi í nokkur ár? Það mætti fara af stað með
öfluga samkeppni þar sem unglingabækur einar væru
hlutgengar og sjá hvað kæmi út úr því. Gfignrýnendur
og þeir sem koma að almennri bókmenntaumræðu yrðu
líka að taka þátt í henni. Hverju væri hægt að breyta?
Hvað væri hægt að bæta?
Ég minni á að uppsveiflan í Noregi er ekki nema
liðlega þrjátíu ára gömul en risar á borð við Tormod
Haugen, Jostein Gaarder, Klaus Hagerup og fleiri
spretta heldur ekki upp af engu. Það ættum við að muna.
Burtséð ífá því að hafa fengið tækifæri til að lesa
svona mikið þetta ár varð ég fyrir þeirri skemmtilegu
reynslu að endurmeta sjálfa mig dálítið. Ég komst
nefnilega að því að þeir sem eru að skrifa fyrir börn og
unglinga í Noregi segja gjarnan frá því með nokkru
stolti. Þeir eru ekki barnabókahöfundar eins og hér
heldur skrifa skáldsögur, ljóð og leikrit fyrir börn og
unglinga. Þeir skrifa skáldsögur fyrir þessa ákveðnu
hópa alveg á sama hátt og þeir skrifa þær stundum fyrir
fullorðna. Það sem meira er, mér sýnist það ganga
prýðilega upp.
Og ég tók í hnakkadrambið á mér.
Ef við getum ekki verið stolt af því sem við vinnum
við af metnaði og í fullu starfi allt árið um kring, hver á
þá að vera stoltur af okkur? Og hvernig eigum við að
gera nokkuð af viti ef við liggjum í kafi undir brotinni
sjálfsmynd? Auðvitað erum við að skrifa skáldsögur, ljóð
og leikrit alveg á sama hátt og aðrir, þótt við berum
minna úr býtum ijárhagslega. Það ættum við að muna!
Þess vegna skulum við ganga ótrauð út í komandi
jólavertíð og fagna skáldsögum okkar og ljóðum.
Greinarhöfundur er rithöfundur
27