Börn og menning - 01.09.2005, Page 8
6
Börn og menning
að segja og hvaða boðskap hún eigi að
geyma. Annaðhvort sem ég handritið
sjálf eða geri leikgerð út frá einhverjum
sögum eða jafnvel kvæðum. Handritið
gengur svo á milli mín og leikstjórans og
tekur oftast nær heilmiklum breytingum
á meðan. Þegar handritið er tilbúið fæ
ég einhvern í lið með mér til að semja
söngtexta því söngur er stór partur af
sýningum Brúðubílsins. Þannig tekst að
brjóta upp sýningarnar, halda athygli
barnanna og fá þau til að taka þátt. Því
næst bý ég til brúðurnar en það ferli tekur
langan tíma. Það er nefnilega ekki nóg að
búa til fallega brúðu. Það er svo mikilvægt
að hún geti hreyft sig því þannig lifnar
hún við. Þess vegna þarf sá sem gerir
brúðurnar að vita hvað brúðan á að geta
gert. Hreyfingin er óskaplega mikilvæg
brúðunni og því þarf brúðustjórnandinn
að þjálfa sig og beita sig miklum aga.
Brúðan er eins konar framlenging á
brúðustjórnandanum sem gefur henni líf
sitt og sál. Brúðan er ekki til fyrr en henni
er stjórnað. Þess vegna getur verið gott að
brúðustjórnandinn tali fyrir brúðurnar en
samt sem áður hef ég farið þá leið að velja
leikara í raddir flestra brúðanna. Raddirnar
spila ég svo af upptökum í sýningunum.
Ég leik samt alltaf ákveðnar raddir eins
og Lilla. Þannig finnst mér þetta koma
best út. Á sýningum túlka ég svo allar
þessar ólíku raddir og er stundum með
tvær eða þrjár brúður í höndunum. Ég
spyr mig stundum að því af hverju ég sé
ekki með fjórar hendur. Það vantar alltaf
hendur (hlátur). Vigdís Másdóttir stjórnaði
þess vegna brúðunum með mér í sumar.
Hún fór einnig í gervi stóru brúðanna sem
eiga það til að stíga út fyrir sviðið. í apríl
hefst svo æfingaferlið sem lýkur ekki fyrr
en sýningar hefjast í júní. Brúðubíllinn
brunar svo að venju um borg og land allt
sumarið.
Áttirðu von á því þegar þú byrjaðir
að Brúðubíllinn yrði svona langlífur?
Ég spáði nú ekkert í það, en mér fannst strax
mjög gaman og það átti vel við mig að vera
með börnunum. Ég segi stundum að ég
elski B-in þrjú en á þá ekki við hin stóru B
úr tónlistinni, Bach, Beethoven og Brahms,
heldur börn, brúður og bækur. Ég les mikið
af barnabókum í leit að efni og er stöðugt
með hugann við brúðurnar og börnin.
Hefur eitthvað áunnist í íslensku
brúðuleikhúsi á þesum 25 árum?
Já, feikilega mikið vegna þess að fólk er farið
að gera sér grein fyrir því að brúðuleikhús
er listgrein. Þegar ég var að byrja minn
feril sagði fólk iðulega við mig: „Æ, ertu
ennþá í þessu brúðuleikhúsi? Ætlarðu ekki
að fara að vinna eitthvað?" Þetta er ég
alveg hætt að heyra. Viðhorf manna hefur
breyst algjörlega. Ég hef samt aldrei tekið
þessar athugasemdir inná mig því ég veit að
brúðuleikhúsið höfðar til barnanna. Þar taka
þau líka oft sín fyrstu skref í leikhúsi og læra
að hlusta. Einnig eru margir listamenn farnir
að átta sig á því hvað brúðan er sterk og
eru farnir að nota brúður í sýningum sínum.
Það er jákvæð þróun og staðfesting á því að
brúðurnar eru komnar til að vera.
Tröllið nær taki á greinarhöfundi. Heiga Steffensen
í hlutverki tröllsíns.
Þegar Helga hefur lokið máli sínu verður
mér litið á risavaxið tröllið sem setið hefur
næst mér meðan á spjalli okkar Helgu
stóð. Áður en ég veit af lifnar brúðan við
og nær tökum á mér. Hún heldur mér
fanginni á sama hátt og syni mínum á
sýningunni í sumar. Þá fæ ég endanlegt svar
við spurningu minni. Brúðurnar ná taki á
okkur á unga aldri og þær sleppa því síður
en svo þó við fullorðnumst. Galdurinn er
þeirra. Það er líf með brúðunum.
Jóna Valborg Árnadóttir