Börn og menning - 01.09.2005, Page 13
Brúðuleikhús í gegnum tíðina
Stangarbrúöur
i Indónesíu er rík hefð fyrir brúðuleikhúsi
sérstaklega á eyjunum Balí og Jövu. Á Balí
eru mest notaðar skuggabrúður sem eru
sérstaklega gerðar fyrir skuggaleikhús. Þær
eru gerðar úr nautshúð og eru mikil listaverk.
Á Jövu hinsvegar eru stangarbrúður meira
notaðar. Leikin eru helgiljóð úr goðafræði
búddismans og standa sýningar oft heilu
næturnar við miklar vinsældir. Stangar-
brúðum er stjórnað þannig að önnur höndin
er notuð til að stýra stöng sem fest er við
háls brúðunnar og hin til að stýra stöng sem
er fest við úlnliði hennar. Síðar bættu Tyrkir
mittishreyfingum við sínar skuggabrúður og
er það aðeins eitt dæmi um það hvernig
hefðir brúðuleikhússins hafa borist milli
landa og síðan þróast í mismunandi áttir.
Vestræn brúðuleikhús urðu fyrir áhrifum
af hinu indónesíska á 20. öld og evrópskir
brúðuleikarar fóru að búa til stangarbrúður
sem í dag eru einna algengustu brúðurnar.
í Japan þróaðist mjög sérstætt brúðuleikhús
á 18.öldsem bernafniðBunraku.Tignarlegum
brúðum, allt að 145 cm háum, er stýrt af
þremur brúðuleikurum sem áhorfendur sjá
greinilega. Listin felst í því að gera hreyfingar
brúðanna svo raunverulegar að áhorfendur
gleymi brúðuleikurunum. Til þess að
hreyfingar brúðanna virkí sannfærandi þurfa
brúðuleikararnir þrír að samhæfa hreyfingar
sínar fullkomlega og tekur um 25 ár að
ná slíkri þjálfun. í Bunraku eru gjarnan
uppfærðir harmleikir sem enda átakanlega
og eru þeir aðallega ætlaðir fullorðnum
áhorfendum. Þessi einstaka aðferð japanska
brúðuleikhússins að stýra brúðunum fyrir
sjónum áhorfenda hefur haft mikil áhrif
á þróun nútíma brúðuleikhúss og er hún
reyndar oft notuð nú á tímum.
Handbrúður
Handbrúður eru venjulega
litlar og búnar til úr efnum
þannig að líkami og höfuð
brúðunnar passar á hönd
brúðuleikarans en þær urðu
eins og fyrr segir vinsælar í
Evrópu á átjándu öld. Á strætum
Lundúna, Munchen, Vínarborgar, Prag og
Moskvu fæddust karakterar sem unnu hugi
og hjörtu almennings og áttu þeir ýmislegt
sameiginlegt þrátt fyrir fjarlægðirnar á milli
þeirra. Allir voru þeir stríðnir, raupsamir og
ögrandi og allir tilheyrðu þeir mikilvægri
hefð - farand-götuleikhúsinu. Handbrúður
eru þannig skapaðar að þær geta tekið upp
hluti og haldið á þeim sem er mjög heppilegt
því þessir kumpánar áttu það til að berja á
andstæðingum sínum með prikum. Sumir af
þessum karakterum lifa enn þann dag í dag.
Má þar nefna Punch og Judy sem ennþá
skemmta Englendingum, Guignol birtist af
og til í skemmtígörðum í Frakklandi og í
Vínarborg er til sérstakt Kasperl leikhús.
Leiksvið handbrúðanna voru og eru enn
einhvers konar klefar þar sem brúðuleíkarinn
getur verið f felum. Leiksviðsklefarnir gátu
verið með ýmsu móti en oftast voru þeir
tiltölulega litlir og þægilegir til flutninga og
jafnvel var hægt að brjóta þá saman. Allt
þetta kemur sér vel fyrir brúðuleikara sem
ferðast með sýningar sínar á milli bæja eins
og til dæmis Brúðubíllinn gerir hér á
landi. Hér áður fyrr þegar skemmtanir
voru sjaldgæfar, sérstaklega fyrir
almúgann, varð uppi fótur og
fit þegar brúðuleikarinn kom
á markaðsdeginum og setti
upp leiksviðið sitt á fjölförnum
stað. Venjulega var söguefni
myndlist, hönnun, ritlist, leiklist og tónlist.
Brúðurnar sjálfar eru afar fjölbreyttar en
algengt er að skipta þeim í þrjá höfuðflokka,
stangarbrúður, strengjabrúður og
handbrúður, allt eftir því hvernig þeim er
stýrt.