Börn og menning - 01.09.2005, Síða 15
Til hamingju!
13
höfða mjög sterkt til barna. Þær eru nokkurs
konar framhald af þeirra eigin dúkku- og
bangsaleikjum. Börnin eru sjálf eins konar
brúðuleikarar því þeim er eðlilegt að láta
leikföng og ýmsa hluti hreyfast, tala, hlæja
og gráta. Þeim finnst ekkert eðlilegra en að
handbrúða af einföldustu gerð tjái tilfinningar
sínar. Eftir því sem börnin eldast hætta þau
að leika sér á þennan hátt og ef til vill hætta
brúðurnar þá að höfða jafn sterkt til þeirra.
En þótt það þurfi kannski að hafa meira fyrir
því að fá fullorðið fólk til að falla fyrir töfrum
brúðanna er það vissulega hægt.
Vegna þess að brúðan er karakter en ekki
manneskja skapast ákveðin fjarlægð sem
veitir um leið visst öryggi. Af þessari ástæðu
er algengt að brúður séu notaðar til að fjalla
um viðkvæm mál eins og kynþáttamisrétti eða
kynferðisofbeldi. í Koddamanninum, sýningu
sem er á fjölum Þjóðleikhússins um þessar
mundir, er einmitt notuð strengjabrúða frá
Bernd Ogrodnik til að sýna hræðilegt ofbeldi
gagnvart barni sem hefði verið óbærilegt að
horfa á ef um raunverulegt barn hefði verið
að ræða. Nógu erfitt var það samt.
Brúðuleikhúsið byggist meira á hinu
sjónræna heldur en hinu talaða orði.
Hreyfingin skiptir meira máli en orð og
brúðan getur gert hluti sem leikari getur
ekki. Hún getur til dæmis flogið eins og Ijóti
andarunginn í Klaufar og kóngsdætur eða
gertýmsa grófa hluti sem ekki væru hlægilegir
ef leikari gerði þá. En brúðuleikhúsið stendur
og fellur með samspili brúðunnar og
brúðustjórnandans. Hann gefur henni líf,
hreyfingar, rödd og skapgerð; án hans er hún
ekkert. Það er því kannski ekki undarlegt að
sambandi brúðustjórnandans og brúðunnar
hafi stundum verið líkt við samband guðs
og manns.
Guðlaug Richter
Heimildir:
Vibeke Helgeson, Pax 2000: Den magiske haand:
Dukkespil og figurteater gjennom tidene
http://sunniebunniezz.com/puppetry
www. civilization. ca/educat/oracle/modules
Til hamingju!
Sverðberinn á sigurgöngu
Velgengni bókarinnar Sverðberinn eftir
Ragnheiði Gestsdóttur hefur væntanlega ekki
farið framhjá unnendum íslenskra barnabóka
en sagan hefur hlotið hver verðlaunin á
fætur öðrum á þessu ári. Auk þess sem
IBBY á íslandi veitti Ragnheiði Vorvinda-
viðurkenningu fyrir bókina í vor hlaut hún
einnig barnabókaverðlaun menntaráðs
Reykjavíkur. í úrskurði dómnefndarsegirm.a.:
„í sögunni er glímt við sígildar spurningar
um gott og illt, mjúkt og hart. Sverðberinn
hlýtur barnabókaverðlaun menntaráðs
Reykjavíkur sem besta íslenska bókin enda er
hún vel skrifuð, söguþráðurinn spennandi og
sögusviðið frumlegt og heillandi."
Síðast en ekki síst hlaut Ragnheiður
Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir
Sverðberann og voru þau afhent við hátíðlega
athöfn í Þjómenningarhúsinu í byrjun júlí. Við
í stjórn IBBY óskum Ragnheiði innilega til
hamingju með verðskuldaðan heiður.