Börn og menning - 01.09.2005, Blaðsíða 18
16
Börn og menning
Hrund Ólafsdóttir
Skemmtilegur karl
Kalli á þakinu
Höfundur: Astrid Lindgren
Leikstjóri: Óskar Jónasson
Þýðing og staðfæring: Davíð Þór Jónsson
Tónlistarstjóri: Karl O. Olgeirsson
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Búningar: Helga Rós V. Hannam
Lýsing: Kári Gíslason
3sagas og Á þakinu, í Borgarleikhúsinu
9. október 2005
Það er Ijómandi fínt og þakkarvert að
fyrirtækin 3sagas og Á þakinu skuli fá inni í
Borgarleikhúsinu með leiksýningu fyrir börn.
Kalli á þakinu er að mörgu leyti skemmtileg
sýning sem heillar jafnt litla krakka sem stóra
og foreldrana líka og húsið fyllist af fólki
sunnudag eftir sunnudag, mánuðum saman.
En sýningin hefur galla sem auðvölt hefði
verið að komast hjá, galla sem eru of algengir
þegar settar eru upp leiksýningar fyrir börn.
En áður en nánar verður fjallað um þá
er vert að segja frá fjölmörgum kostum
leiksýningarinnar en einn sá helsti er auðvitað
sagan sem verkið er unnið upp úr.
Andi Lindgren svífur yfir
Kalli á þakinu er ekki með allra vinsælustu
sögum Astridar Lindgren en vinsæl er hún
engu að síður og ber ríkuleg einkenni þessa
stórkostlega rithöfundar. Þess er því miður
ekki getið í annars ágætri leikskrá hver
gerir leikgerðina, hvort það er leikstjóri,
þýðandi eða hvort verkið er til sem leikrit á
frummálinu. Og ekki er heldur getið höfunda
tónlistar og söngtexta. Engu að síður svífur
andi Lindgren yfir sviðinu; hinn frjálslegi
og glaði ævintýraandi þar sem skynjun og
tilfinningar barna eru f fyrirrúmi og horft er á
hina fullorðnu frá sjónarhóli barnanna.
Skemmtilegur karl
Helstu töfrar Lindgren felast ekki síst í leiknum
með ímyndunaraflið, hvernig fullorðna fólkið
í bókunum hennar gengur ævintýrinu á vald
eftir ákveðna tregðu til að byrja með. Börnin
í bókunum og ungir lesendur eða áhorfendur
geta sagt stoltir í lokin: „Við sögðum ykkur
þetta. Þetta er svona. Þetta er hægt." Brói,
sem er tíu ára, eignast vininn Kalla á þakinu
sem vantrúaðir og stressaðir sjá ekki en eftir
því sem leikur og ímyndunarafl fá meira rúm,
því fyrr sér fólk hann. Gleði Bróa í lokin felst
einna helst í því að hafa fengið alla hina til að
sjá Kalla og viðurkenna að hann sé til, þessi
skemmtilegi karl sem gengur alltaf aðeins of
langt. Honum finnst sjálfsagt að drasla til, er
gráðugur í sælgæti og nýtur þess að fremja
prakkarastrik.
Fallega tímalaus sýning
Fyrsta bókin um Kalla kom út fyrir fimmtíu
árum en þýðing og staðfæring gengur
prýðilega upp, þó að stundum örli á heldur
grófu málfari í nútímastíl. Að öðru leyti
er sýningin fallega tímalaus. Leiksviðið,
búningarnir, brellurnar og hraðinn í
sýningunni er allt með ágætum og aldeilis
skemmtileg ærslaatriði ríghalda börnum og
fullorðnum. Sérstaklega er þar um að ræða
atriðin með innbrotsþjófunum, með Boggu
barnfóstru og svo lokaatriðið. Tónlistin er
skemmtileg og vel leikin en því miður fór
söngurinn stundum fyrir ofan garð og neðan,
textinn skilaði sér ekki og keyrslan datt niður.
Það er alltaf hægt að heyra hvenær ungir
áheyrendur tapa athyglinni.
Misjöfn reynsla leikara
Ástæða þess að sýningin heldur ekki athygli
út í gegn er einföld. Hæfileikar þeirra sem við
sjáum á sviðinu eru gríðarlega misjafnir enda
búa þeir að mismikilli reynslu. Sveppi, Sverrir
Þór Sverrisson, sló einfaldlega í gegn. Þó
að hann sé ólærður leikari var það varla að
sjá; hann geislaði í hlutverki þessa fullorðna
barns sem Kalli er, hann var óþolandi stríðinn
og hávaðasamur eins og vera ber og hann
var einlægur og góður sem sannur vinur.
Auk þess var hann ótrúlega lipur á flugi
sínu og stökkum, var mjög fyndinn í litlu