Börn og menning - 01.09.2005, Side 19
og stóru en stal aldrei senunni. Það er
nefnilega svo auðvelt að stela senunni
frá börnum og unglingum sem leika
með fullorðnum, reyndum og geislandi
leikurum. Aðrir þrælvanir og góðir
leikarar áttu stjörnuleik, til dæmis Laddi
sem þurfti eiginlega bara að vera til að
verða grátlega fyndinn sem heimski og
svangi þjófurinn. Jakob Þór Einarsson
átti ágætan leik á móti Ladda sem hinn
þjófurinn og var Ifka sannfærandí sem
pabbi Bróa. Þröstur Guðbjartsson var
makalaust fyndin manngerð sem Bogga
barnfóstra og gervið var magnað. Börnin
og unglingarnir stóðu sig vel miðað við
litla reynslu og þjálfun en það er ekki víst
að þeim hafi verið neinn greiði gerður
með því að fá þeim þessi hlutverk í
hendur. Arnmundur Ernst Björnsson var
öruggastur af unga fólkinu enda með
nokkra reynslu af leik.
Vonbrigði með heildarmyndina
Slagsíða sýningarinnar kemur helst fram í
ójafnvæginu milli reyndra og óreyndra eins
og áður sagði.
Það er auðvitað meðvituð ákvörðun hjá
listrænum aðstandendum að láta börn leika
börn, væntanlega helst vegna andstæðunnar
við karlinn á þakinu, en af hverju ekki að láta
fullorðna leika börn eins og að láta karl leika
konu? Snerpan datt of oft úr sýningunni og
framsögn var ábótavant. Þetta er sagt hér
vegna þess að svo mikið er lagt í sýninguna að
flestu leyti, með færu og reyndu atvinnufólki
á flestum vígstöðvum og snjöllum leikstjóra.
Það veldur því vonbrigðum að gæðin skuli
ekki hafa haldist út í gegn, meira lagt í
reynda leikara; áhættan tekin til enda.
Höfundur er bókmenntafræðingur, kennari og
leikskáld.