Börn og menning - 01.09.2005, Page 21

Börn og menning - 01.09.2005, Page 21
Á sagnavængjum þöndum 19 hafi átt óljósa minningu um betri daga þegar Andersenar tilheyrðu hefðarfólki, og hafi vonir þeirra staðið til að brátt rynni sá dagur sem þeir fengju sinn réttmæta sess í samfélaginu að nýju, rétt eins og gerist í ævintýrum. En það voru fleiri leyndarmál í fjölskyldunni; að minnsta kosti hefur sú saga reynst ærið Iffseig að Hans Christian væri í raun óskilgetinn sonur Danaprinsins sem seinna varð Kristján kóngur VIII. Þeir sem leggja trúnað á söguna sjá því eðlilega fyrir sér Ijótan andarunga í H.C. Andersen og sumir eru m.a.s. enn að bíða eftir því að danska konungsfjölskyldan geri úr honum réttborinn svan. Á því gæti þó orðið áframhaldandi bið. Svo virðist sem Hans Christian hafi búið við ástríki og faðir hans var þrátt fyrir fátækt nokkuð bókhneigður og las fyrir soninn úr Þúsund og einni nótt. Móðirin var hins vegar trúhneigð, hjátrúarfull og gefin fyrir dultrú og unni syninum af heilum hug. Hans Christian var að sögn nokkuð draumlyndur sveinn með ákaflega fjörugt ímyndunarafl. Hann undi sér löngum stundum við lítið pappfrsleikhús sem hann útbjó sér og klippti til leikmyndir og persónur eftir þörfum. Þarna sviðsetti hann Holberg og Shakespeare fyrir sjálfan sig. Þegar Hans Christian var 11 ára dó faðir hans og þurfti snáðinn þá að fara að vinna fyrir sér eins og þá var til siðs, fyrst hjá vefara en síðar í tóbaksgerð. Þremur árum seinna kvaddi hann þó móður sína og hélt til Kaupmannahafnar að leita sér frægðar og frama. Um skeið var hann viðloðandi Konunglega leikhúsið en þá tók áhugi hans á Ijóða- og sagnagerð að vakna fyrir alvöru. Óvænt (ó-)happ Frekar en búast mætti við hafði skólaganga H.C. Andersens fram að þessu verið sama og engin, en í upphafi ritferilsins gafst honum óvænt tækifæri til að setjast á skólabekk í barnaskóla í Slagelse og síðar Helsingjaeyri. Þetta varð að ráði með fjárhagsstyrk sjálfs kóngsins - sem var þó víst ekki beinlínis að öðru leyti á bólakafi í að kosta fátæka unglingsmenn til náms. Hefur þessi stuðningur enda orðið vatn á myllu þeirra sem vilja trúa á kónglegan uppruna skáldsins. Það væri þó synd að segja að lærifeðurnir hafi kostað kapps að efla og styrkja ímyndunarafl og skáldtaug Hans Christians Andersens, öðru nær; skólagangan virtist frekar hafa það markmið að hrista úr honum grillurnar til frambúðar en án árangurs. Minntist Andersen skólaáranna sjö sem einhvers dimmasta og sárasta tímabils ævi sinnar. Ekki bætti heldur úr skák að hann var mörgum árum eldri en skólafélagarnir og hefur oftlega verið á það bent að það að skera sig úr sé reyndar einn af rauðum þráðum í höfundarverki hans. Þegar H.C. Andersen losnaði úr skólaprísundinni tók hann upp þráðinn á ritferlinum þar sem honum sleppti áður og smátt og smátt tóku verkin að vekja eftirtekt. Skáldsögur hans og kvæði öfluðu honum nokkurrar hylli en ævintýrin, sem fóru að koma út árið 1835, seldust hins vegar treglega í fyrstu. Það voru þó einkum og sér í lagi einmitt þau sem báru hróður Andersens út um heiminn og það fyrr en varði. Þegar H.C. Andersen dó árið 1875 var hann orðinn heimsfrægur og ævintýri hans hluti af sameiginlegum sagnaarfi heimsins. Þetta - umbreytingin frá sárri fátækt til heimsfrægðar - kallaði H.C. Andersen hið stóra ævintýri lífs síns. H.C. Andersen á sveimi Sýningunni Klaufar og kóngsdætur tekst, að ég held, með einhverjum hætti að innihalda drjúgan part af H.C. Andersen sjálfum; hann er vitaskuld ein aðalpersóna leiksins en stundum er líka eins og horft sé ofan í litla brúðuleikhúsið litla Hans Christians og þar lifna sögur og persónur úr galleríinu. Kannski

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.