Börn og menning - 01.09.2005, Page 25
Galdrar, stelpur og myndasögur
23
af upphafsstöfum
nafna þeirra
sem mynda orðið
„witch", enska orðið
yfir norn.
Atburðarásin
hefst á því að Will
flytur til borgarinnar
Heatherfield og kynnist
þar hinum stúlkunum
fjórum, auk einnar til viðbótar, Eylon, sem
síðar reynist svikari við vináttu stúlknanna og
gengur hinum illu öflum á hönd. í fyrstu eru
stelpurnar að fóta sig í hlutverkum sínum,
en fyrsta verkefni þeirra er að loka hliðum
frá hinum illa heimi yfir til mannheima. Eftir
því sem á líður söguna fjölgar persónum og
ævintýrin verða hressilegri, en líkt og í seríum
af þessu tagi er hver saga lítið ævintýri sem
síðan raðast saman í eitt stærra, sem er hluti
af heildarsögunni.
Hér er einungis hálf sagan sögð, því ekki
er síður fjallað um daglegt líf stúlknanna,
vináttu þeirra, samskipti við foreldra,
kennara og stráka. Sem slfkar eru sögurnar
öðrum þræði þroskasögur sem fjalla um
unglingsárin og þau margvíslegu átök sem
fylgja þeim. Það er klassískt að nota fantasíu
sem einskonar myndlíkingu fyrir breytingar
unglingsáranna, en af öðrum dæmum má
nefna sjónvarpsþættina Buffy the Vampire
Slayer og Sabrina the Teenage Witch. Að
auki er þessi tveggja heima sýn vinsælt þema
í manga, þekktasta dæmið er líklega Ranma
1/2.
Teikningarnar í sögunum sverja sig í ætt
við manga - í bland við evrópskan Disney-
stíl - og sýna þannig ótvírætt fram á tengsl
sagnanna við vaxandi vinsældir japanskra
myndasagna. Frásagnarstíllinn er þó ekki
endilega sá sem þekktur er úr manga - þó
vissulega megi greina takta hér og þar -
hann er líkari hefðbundnum evrópskum stíl,
en með nokkrum áhrifum frá bandarískum
ofurhetjusögum, en þær eru greinilega enn
einn áhrifavaldurinn á sögurnar. Þótt hér
sé tæpast nokkur snilld á ferðinni, hvorki
söguþráð eða teikningar,
þá er ósanngjarnt að álykta sem svo að
sögurnar séu lélegar. Þær eru alveg ágætlega
skrifaðar ævintýrasögur og teikningarnar eru
fínar, líflegar og hæfilega kómískar.
Iðnaður eða listsköpun?
Það er auðvelt að vera sjálfkrafa fordómafullur
út í fyrirbæri eins og Galdrastelpur, sögur sem
eru ekki skapaðar af höfundi og teiknara,
heldur eru afrakstur markaðskannana og
því álitnar iðnaður frekar en listsköpun.
Slíkir fordómar myndu þá sjálfkrafa einnig
fordæma þær myndasögur sem hvað mestra
vinsælda hafa notið í gegnum tíðina og verið
samþykktaraf foreldrum og forráðamönnum,
menningarvitum og myndasöguaðdáendum,
en það eru auðvitað Andrés Önd sögurnar,
sem einmitt eiga sér svipaðan óljósan
höfundar-uppruna og Galdrastelpurnar,
þó vissulega hafi nöfn tiltekinna höfunda
tengst Andrési órjúfanlegum böndum, en
þar ber helst að nefna Carl Barks. Sami
hópur og hefur óttast að Harry Potter
valdi satanískri bylgju meðal ungmenna
er ósáttur við Galdrastelpurnar, enda eru
þær ekki aðeins að flækja sig í vafasama
yfirnáttúrulega krafta, heldur eru þær að
auki ekki sérstaklega hlýðnar við foreldra
og kennara. Fyrri gagnrýnin er vissulega
umhugsunarverð en þá síðari er erfitt að taka
alvarlega. Hinsvegar eru ánægjuraddirnar
óvenjumargar og hæst hljóma þær sem
nefna að samsetning hópsins sé vel heppnuð
blanda ólíkra kynþátta, auk þess sem ein
stelpan, Irma, er ekki grindhoruð (þó hún
reyndar verði það í galdrabúningnum).
Áherslan á vináttu og samstöðu er annað
sem gleður eldri lesendur sagnanna en
þeir tengja sögurnar við eldri
uppáhalds kvenhetjur eins og
Nancy Drew og gleðjast yfir því
að fram sé komin saga sem fjallar
annarsvegar um hversdagslegan
veruleika unglingsstúlkna og hinsvegar
um þær sem sjálfstæðar hughraustar
hetjur, sem líka ná í sætu strákana!
Þær geta sem sagt bæði verið konur á
framabraut og konur sem eiga kærasta.
Ég er þó mest sammála ánægjurödd
Koppy McFad sem skrifar á síðu Comic Book
Bin og lýsir því yfir að það sé sannarlega tími
til kominn að fá hressilegar stelpu-hetju-
myndasögur og bætir því við að þetta komi
til með að hrista upp í myndasöguiðnaðinum
svo um muni, því nú verði til heil kynslóð
stelpna sem elst upp við myndasögulestur og
þeim verðí að sinna með efni við þeirra hæfi:
við viljum fleiri sjálfstæðar kvenhetjur takk.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Vefsíður með skrifum um Galdrastelpurnar (allar
skoðaðar 05.10.05):
http://www.chuangyi.com.sg/witchSite/about/about_
main.htm
http://www.comicon.com/cgi-bin/ultimatebb.
cgi?ubb=get_topic;f=36;t=003688
http://www.poynter.org/dg.lts/id.57/aid.63272/
column.htm
http://www.answers.com/topic/w-i-t-c-h
http://comicbookbin.com/koppy02.html
http://www.focusonyourchild.com/entertain/art1/
A0001126.html
http://www.ilmondodielena.it/witch/about.htm