Börn og menning - 01.09.2005, Síða 28
26
Börn og menning
Úr leiksýningunni Ævintýri um Augastein
sem var tilbúið af sýningunni. Á þessu stigi
vorum við búnar að ráða Ingvar Sigurðsson
með okkur sem leikara og Ragnhildi
Gísladóttur til að gera tónlist. Leikstjórinn
okkar Benedikt Erlingsson tók fljótlega þá
ákvörðun að við skyldum hafa sýninguna
án orða og láta tónlistina túlka söguna með
brúðunum. í þetta sinn vildum við gera
sýningu fyrir unglinga og fullorðna. Við
tókum ævintýrið um stúlkuna sem fær rauða
skó, sem eru einskonar töfraskór og ná valdi
yfir stúlkunni, þannig að hún getur ekki hætt
að dansa. Við unnum hana út frá hugtakinu
fíkn. Ragnhildur samdi alveg magnaða
tónlist sem er komin út á geisladiski. Ingvar
var of upptekinn til að vera með okkur allan
tímann þannig að á miðju æfingatímabilinu
kom Jón Páll Eyjólfsson í hans stað og fer
á kostum sem brúðuleikari. Við erum búin
að sýna fyrir rúmlega 1000 unglinga úr
grunnskólum Reykjavíkur og erum nú á leið
til Sviss í nóvember með sýninguna.
Ég reyni alltaf að gera sýningarnar þannig
að allir geti notið þeirra, jafnt börn sem
fullorðnir. Mér finnst samt að menning fyrir
börn eigi að vera búin til fyrir börn. Mér
leiðast t.d. barnasýningar sem eru gerðar
af fullorðnum fyrir fullorðna og börnin eru
skilin eftir og skilja ekki neitt. Best finnst mér
ef hægt er að leyfa börnunum að taka þátt
í sýningunni sérstaklega ef hún er fyrir lítil
börn. Það er mikilvægt að reyna að nálgast
börn á þeirra forsendum og koma til þeirra
Úr sýningunni Leifur heppni
inn í þeirra heim og þeirra tíma. Börn skynja
tíma á allt annan hátt en fullorðnir. Stundum
finnst mér að viðhorfið gagnvart barnaefni
sé að fylgja uppskriftinni; skærir litir, hraði,
tónlist, hávaði og detta á rassinn brandarar
til að halda athygli barnanna. Mér finnst
aðalatriðið einmitt vera að ná að tengjast
þeim og grípa þau með inn í söguna með
því að hægja á. Þegar ég er að sýna finn
ég nefnilega að ef ég fer að flýta mér missi
ég af þeim eða þau af mér og ég held ekki
athyglinni. Þá er bara að anda djúpt, hægja
á, finna tenginguna og þá eru þau aftur
með mér. Svo þarf sagan auðvitað líka að
vera skemmtileg og spennandi. Börn eiga
heimtingu á að efni fyrir þau sé gert af sama
metnaði, natni og vandvirkni og efni sem
gert er fyrir fullorðið fólk. Oft er viðhorfið
líka að efni sem gert er fyrir börn hljóti að
vera ódýrara. En það er auðvitað algjör
misskilningur.
Það sem mér finnst mest spennandi í
leikhúsinu í dag er þegar listformum er
blandað saman, eins og er að gerast t.d. í
dansleikhúsinu og í sýningum Vesturports,
þar sem sirkus eða loftfimleikum,
myndlistagjörningum, tónlist og guð má vita
hverju, er blandað saman við leikhúsið.
Ég held að til þess að vera í stöðugri
þróun og endurnýjun sem lístamaður sé
nauðsynlegt að staldra við og ná í skottið
á sjálfum sér og kannski bæta svolitlu við
sig. Ég ákvað allavega að endurnýja mig
svolítið og er nú aftur sest á skólabekk. í
þetta sinn í Listaháskóla íslands að læra
myndlist. Myndlistin er auðvitað nátengd
brúðuleikhúsinu og það er einmitt þar sem
bjóðast svo margir möguleikar til að sameina
ólíkar listgreinar. Listaháskólinn okkar býður
upp á ótrúlega spennandi og fjölbreytt nám
og ég er mjög spennt að sjá hvert þetta leiðir
mig.
Helga rekur brúðuleikhúsið Tíu firtgur.