Börn og menning - 01.09.2011, Page 10
10
Börn og menning
Helga Birgisdóttir
Og þá mega stór skrímsli gráta
Skrímslabækur þeirra Áslaugar Jónsdóttur,
Kalle Gúettler og Rakelar Helmsdal eru í
dag orðnar sex talsins (útg. 2004-2010).
Allar fjalla þær um sömu aðalpersónur, litla
skrímslið og stóra skrímslið, vináttu þeirra
og hvernig eitt skrímsli getur hjálpað öðru
við að takast á við óöryggi sitt og ótta.
Vandamálin sem félagarnir glíma við eru
kunnugleg en hið óvanalega við sögurnar
er að vinirnir tveir eru skrímsli - ættu ungir
lesendur ekki einmitt að vera hræddir við
skrímsli?
Ókindin lamdi það allt fram á nátt
Ótti, vald og refsing hafa verið
viðfangsefni barnasagna frá upphafi vega.
Viðvörunarsögur (e. cautionary tales) eru
meðal fyrstu sagna sem samdar voru
sérstaklega fyrir börn og ( þeim er brugðist
mjög harkalega við þegar börn óhlýðnast
yfirboðurum sínum. Minnsta yfirsjón hefur
í för með sér barsmíðar, limlestingar og
jafnvel dauða - alla jafna kvalafullan.1 Þetta
á ekki aðeins við sögur og vísur úti ( hinum
stóra heimi heldur einnig (slenska texta.
f greininni „Blóðug fortíð" (2001) bendir
Dagný Kristjánsdóttir á „Ókindarkvæði",
kvæðið um litla stúfinn sem datt niður
um gat, beint til ókindarinnar sem barði
hann sundur og saman „allt fram á nátt".2
Drengnum ( kvæðinu er refsað fyrir að álpast
einn í burtu frá bænum - fyrir að skora vald
hinna fullorðnu á hólm og brjóta reglur
samfélagsins.
Stúfurinn ( kvæðinu er barinn svo
harkalega að úr honum hrýtur bæði tönn
og augað blátt og hæpið er að nokkur
barnabókahöfundur myndi skrifa jafn
ofbeldisfulla frásögn í dag. Sömuleiðis
er orðið sjaldgæft að barnabækur hræði
börn til hlýðni. Ótti er þó ekki horfinn úr
barnabókum en nú er mun algengara að
þeim sé ætlað að hjálpa ungum lesendum
að takast á við ótta sinn fremur en að gera
1 Kimberley Reynolds. 2007. Radical Children's
Literature. Palgrave MacMillian, England.
2 Dagný Kristjánsdóttir. 2001. „Blóðug fortíð: Um
uppeldisstefnu og ævintýri". Börn og menning
16(2):26-33.