Börn og menning - 01.09.2011, Page 13

Börn og menning - 01.09.2011, Page 13
Og þá mega stór skrímsli gráta 13 hefur verið túlkuð og toguð í allar mögulegar áttir, en villidýrin sem aðalpersónan Max kemst í kynni við í draumalandi sínu hafa meðal annars verið talin tákna reiði hans gagnvart móðurinni sem sendir hann upp í herbergi án þess að gefa honum kvöldmat. Marina Warner hefur aftur á móti vakið athygli á því að (nútímasamfélagi séu skrímslin orðin bestu vinír barnanna, jafnvel eins konar alter-ego eða staðgenglar þeirra sjálfra. Börnin taki skrímslunum fagnandi og spegli sig í þeim af áhuga og þar með geti engin gagnrýni á foreldrana rúmast í skrímslunum. Warner segir að nú á póstmódernískum tímum óróa og ringulreiðar virðist vinsælasta leið barna til að takast á við ótta sú að þau taki sjálf á sig útlit og yfirbragð skrímslisins.9 Þannig mætti halda því fram að í litla og stóra skrímslinu sé að finna allan þann ótta sem búi í hverju barni. Á hinn bóginn eru aðalsöguhetjurnar tvær skrímsli sem ekki ber að forðast eða óttast heldur eru þau vinir okkar - þau eru alveg eins og við sjálf. Fyrir utan þann lærdóm sem draga má af hverri skrímslabók læra ungir lesendur að ekki megi dæma bókina (eða öllu heldur, skrímslið) af kápunni og að öll þurfum við að takast á við svípuð vandamál, óöryggi og ótta - meira að segja skrímsli. Höfundur er doktorsnemi í íslenskum bákmenntum 9 Marina Warner. 2000. OffWith Their Heads: Scaring, Lulling and Making Mock. Vintage, England.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.