Börn og menning - 01.09.2011, Page 15
15
frekt og óþolandi. En ef maður lítur í eigin
barm þá er enginn algóður eða alvondur. Við
eigum það öll í okkur að geta verið kvikindi,
jafnvel ómeðvitað eins og litla skrímslið, sem
er stundum uppfullt af sjálfsánægju og særir
stóra skrímslið.
hugleiddi ekki ýmsa hluti áður
sem ég geri kannski frekar núna. Það
er hollt og gott að þurfa að rökræða hvert
orð, manni finnst kannski að þetta sé textinn
sinn og því er gott að þurfa að glíma við
einhvern sem hefur svona sterkar skoðanir
á textanum okkar. Myndirnar eru svo meira
í mínum höndum. En Kalle og Rakel koma
með tillögur að myndum ef þau langar til að
sýna eitthvað ákveðið.
Við komum úrólíkum bókmenntagreinum.
Rakel skrifar fantasíur. Hún hefur líka
skrifað leikrit og smásögur. Kalle skrifar
raunsærri bækur fyrir unglinga. Hann
hefur einnig skrifað sagnfræðilegar
bækur um seinni heimstyrjöldina
fyrir ungt fólk, kennslubækur og mynda-
bókartexta.
Hvernig gengur að vinna á þremur
tungumálum?
í fyrsta uppkasti kemur kannski texti frá
Kalle sem er svo Ijómandi góður á sænsku
Skrímslin bak við tjöldin
en þegar textinn er skoðaður á íslensku
þá sést að sumt verður að segja öðruvísi
eða að eitthvað vantar inn í. Það er eins
og textinn verði stundum örlítið lengri á
íslensku. Kannski er það minn stíll. íslenska
útgáfan af textanum hefur svo aftur áhrif á
sænsku og færeysku útgáfuna. Eða öfugt
og þannig fram og til baka. Það hefur líka
komið fyrir að ég skýt inn línu þar sem ekki
var þörf á því í sænskunni. Þegar bækurnar
voru þýddar á frönsku studdist þýðandinn
bæði við sænsku og íslensku bækurnar; og
velti þá fyrir sér hvort Itnur vantaði í sænsku
útgáfuna. Þetta er bara ekki alveg sami
textinn. Við höfum gert samkomulag um
að leyfa alls konar frávik ef okkur þykir eitt
henta betur en annað. Mismunandi textar
eru undantekningar, en ef það þarf að gefa
meira „trukk" inn á einhverju tungumálinu,
þá er það í lagi svo fremi sem boðskapurinn
er sá sami. Við erum einfaldlega ekki að vinna
með þýðingar heldur þrjár frumtungur. Við
Rakel stöndum mjög fastar á því að halda í
Það er óvenjulegt að þrír höfundar
vinni saman; hvernig fer samstarfið
fram?
Það er einn aðalhöfundur að hugmyndinni
að hverri bók, en líka mikill spuni þegar við
tölum um sögurnar í byrjun. Ef sá spuni væri
skrifaður niður yrði það langur texti. Við
vinnum síðan textann náið saman. Til að fá
yfirsýn yfir verkið leggjum við textann upp í
fjóra dálka eftir tungumálum, þ.e. íslensku,
sænsku og færeysku auk dönsku. Kalle skilur
ekki okkar tungumál. Hann hefur samt oft
skoðanir á orðavali okkar Rakelar og hefur
orðið sér út um allar orðabækurnar.
Við ræðum mikið um textann og
hugmyndirnar, og það er kannski eitt af
því sem ég hef lært í samstarfinu, að horfa
á texta frá mörgum sjónarhornum. Ég