Börn og menning - 01.09.2011, Page 16
16
Börn og menning
okkar sérviskur, kannski hefur það eitthvað
með lítil málsvæði að gera.
Mesti munurinn liggur í nöfnum
skrímslanna sem eru sérnöfn á sænsku og
færeysku. Þar heita þau Litla skrímsli og Stóra
skrímsli. Litla skrímsli var reyndar skrifað
með lágstöfum, svo lítið var það í sér í fyrstu
bókinni. Þýðendur á öðrum tungumálum
hafa ýmist notað sérnöfnin eða gert eins
og á íslensku þar sem talað er um litla og
stóra skrímslið með greini. Þannig dettur
aðgreining kynjanna út á meðan „hann"
eða „hún" eru ekki nefnd. Við ræddum
þetta ekki fyrr en á síðustu metrunum I
fyrstu bókinni. Mér fannst svo sjálfgefið að
þetta væri svona á íslensku. f staðinn lendi
ég í vandræðum þegar ég vil að skrímslið tali
um sjálft sig. „Þegar ég er lasið." Hvernig
talar hvorugkynið um sig? Barn veit hvors
kyns það er. f leikhúsinu verða tveir karlar
á sviðinu. Leikararnir halda sínu kyni og eru
ugglaust ánægðir með það!
Hvernig líkar þér við svona samstarf
í samanburði við að vinna ein að
verkefnum?
Það getur tekið svolítið á taugarnar. Það
er seinlegt að skrifa í hópi og þurfa að
útskýra hugmyndir sínar fyrir öðrum, það
er tímafrekt en gríðarlega lærdómsríkt. Við
höfum öll miklar skoðanir á verkefninu. Allir
hafa fengið sitt fram að einhverju leyti svo að
mér finnst að við eigum þetta öll jafnt. Það
er ekki einn sem dregur verkefnið áfram, ekki
nema hvað það varðar að vinnan lendir meira
á mér þegar kemur að myndræna þættinum,
skissum og skipulagi, myndskreytingum
og umbroti. Ég þarf að gera það fyrir
frummálin þrjú og stundum hef ég Ifka sett
upp bækurnar á öðrum tungumálum. Þetta
veldur því að ég verð að taka tíma frá eigin
verkefnum. En á meðan ég fæ heilmikið út
úr þessu þá er það í lagi og önnur verkefni
verða bara að bíða.
í bókunum er fjallað um erfiðar og
alvarlegar spurningar, t.d. einelti, ótta
eða það að gangast við tilfinningum
sínum. Af hverju urðu skrímsli fyrir
valinu til að fjalla um þessi málefni?
Það gerðist strax í upphafi á námskeiðinu.
Þegar notuð eru dýr eða kvikindi þá myndast
ákveðin fjarlægð en samt getur maður horft
á allar hliðar. Flestir hafa svo samkennd
með aðalpersónunum ef þeir eru á annað
borð færir um að setja sig í spor annarra.
Þá skiptir ekki máli hvort það er skrimsli eða
fluga, maður eða mús. Það er líka frelsi að
vera ekki bundin af hlutum eins og: hvenær
fara skrímsli að hátta? Gera skrímsli svona
eða hinsegin? Við getum ráðið öllu þessu.
Það eru engar reglur til um lífshætti skrímsla.
Skrímsli, það er líka eitthvað hræðilegt.
Svo kemur í Ijós að þau eru bara eins og við.
Engin ástæða til að óttast það hræðilega.
Meira að segja þeir, sem okkur finnst vera
ólíkir okkur, eru það ekki inn við beinið. Við
erum öll svolítil skrímsli í okkur.
Hvaðan eru þínar hugmyndir um
skrímsli sprottnar?
Þó að ég viti ekki alveg hvaðan hugmyndin að
útlitinu kom þá féll hún strax að persónunum.
Eins og þetta litla svarta tannhvassa skrímsli
sem ég hugsaði að allar ömmur myndu strax
hafna og henda bókinni frá sér: Þetta gefum
við ekki barninu, svona loðið og Ijótt!
Skrímsli eru auðvitað loðin! Þessi íslensku
koma víst reyndar gjarnan úr sjó og vötnum,
hreistruð og skeljuð. I Færeyjum eru skrímslin
líka tengd hafinu. En svo eru það fjöllin og
tröllin. Litla skrímslið og stóra skrímslið eru
einhvers staðar mitt á milli. Ætli kuldinn og
rokið hafi ekki sín áhrif? Sá sem hefur mætt
hrossi eða hundi I stórhríð veit hvernig íslensk
skrímsli líta út.
Mér fannst strax að stóra skrímslið ætti
að vera frekar ólögulegt og slánalegt en
litla skrímslið átti að vera þannig að mann
langaði til að bjarga því; svolítið eins og feitur
köttur. En stóra skrímslið slompast um með
hendurnar út um allt. Ég tengi grænan lit á
verum við eitthvað óþolandi. Svo að stóra
skrímslið fékk grænan kennilit. Og það er
svolítið grænt líka! Það er meiri unglingur,
með alltof stóra fætur.
Ég var ekki að reyna að vinna með nein
séríslensk minni. Ég hef sjaldan gert eitthvað
meðvitað íslenskt - eða útlent, ef út í það er
farið. Einu sinni þó, þegar ég gerði bókina
Einu sinni var raunamæddur risi um (slensku
dýrin því að mér fannst á þeim tima vanta
bók með íslensku dýrunum, ekki öpum og
Ijónum. Og bók án bóndans í torfbænum.
Þá teiknaði ég íslensku dýrin og risa innan
þeirrar hefðar. En ég verð örugglega fyrir
áhrifum úr ýmsum áttum eins og aðrir,
ekkert endilega aðeins af því sem er íslenskt.
Myndirnar hennar Tove Jansson bitu sig til
dæmis fastar i sjónminnið á sínum tíma. Mér
fannst það magnað hvað hún gat gert svartar
myndir en samt svona aðlaðandi. Þær voru
sko ekkert léttar og lekkerar.
Skrímsli eru myrkraverur og þú
notar mikið svarta og dökka liti í
myndskreytingunum. Viltu hraeða
lesendahópinn?
Já, ég held að það sé alveg í góðu lagi. Það
er gott að prófa þessar tilfinningar í öruggu
skjóli þar sem þú situr með bók. Það getur
ekkert verið eins öruggt og bók, þannig
lagað séð. Sérstaklega ef hún endar í sátt og
einhver les fyrir mann. Ég held að allir hafi
þó farið í gegnum það skeið að þora varla
að lesa einhverjar ógnvænlegar bækur. Það
gerir engum illt að upplifa mátulegan hrylling
undir góðum verndarvæng. En annars verður
svarti liturinn oft fyrir valinu því að hann skilar
svo vel teikningu og formum.