Börn og menning - 01.09.2011, Blaðsíða 18
18
Bðrn og mennmg
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
Sögukerlingar heima og að heiman
Vorið 2011 fékk ég styrk frá Hlaðvarpanum
- menningarsjóði kvenna á íslandi - til
að leita uppi íslenskar þjóðsögur þar sem
stelpur eru í aðalhlutverkl og endurskrifa
þær. Afraksturinn kom úthjá Bókaútgáfunni
Æskunni um jólin sama ár. Bókin heitir
Sjáðu svarta rassinn minn og birtir fimm
kvenvænar og endurskrifaðar þjóðsögur
myndskreyttar af systur minni, Þóreyju
Mjallhvíti. Með þvi að safna þessum sögum
saman vildum við vekja athygli á hlutverki
stelpna í sögu okkar og menningu.
íslenskar þjóðsögur segja sögur frá tímum
sem löngu eru liðnir og endurspegla viðhorf
horfinna kynslóða. Flestar sögurnar segja
frá ævintýrum stráka í þjóðsagnalandinu
íslandi, en hér og þar er að finna sögur
þar sem knáar og snjallar stelpur bregða á
leik. Sjáðu svarta rassinn minn kynnir fimm
sterkar kvenhetjur úr islenska sagnaarfinum
fyrir börnum.
Mér er annt um íslensku þjóðsögurnar.
Sem barn sat ég tímunum saman við lestur
ævintýra- og þjóðsagnabóka, og það vareitt
slíkt kversem gerði mig að femínista. Ég hef
líklega verið átta ára þegar ég las bók sem
mér fannst einstaklega skemmtileg. Ég las
hana aftur og aftur og ímyndaði mér að ég
væri stelpan sem þar var í aðalhlutverki, að
ég væri alveg eins góð og iðin, yfirlætislaus
og að sjálfsögðu greifynja. Þessi bók var
Grishildur góða og fleiri sögur.
Fyrirmyndin Gríshildur góða
Gríshildur góða var ekki góð fyrirmynd fyrir
litla telpu á níunda áratugnum. Sagan af
Gríshildi góðu birtist fyrst á prenti á fjórtándu
öldinni í Tidægru Boccaccios og segir frá
hínni undurfögru og undurgóðu Gríshildi,
fátækri bóndadóttur sem giftist greifa sem
heillast af fegurð hennar. En eftir giftinguna
efast greifinn um góðmennsku Gríshildar.
Hann ákveður að láta hana ganga í gegnum
nokkrar prófraunir svo hún geti sannað
honum að hún sé efni í góða eiginkonu.
Greifinn fyrirskipar að börnin þeirra tvö séu
tekin frá henni strax eftir fæðingu og drepin.
Hann bíður þess að sjá hvort hún mótmæli,
en það gerir hún ekki heldur og hlýðir
skilyrðislaust. Síðan segist greifinn vera orðinn
leiður á Gríshildi og skilur við hana. Gríshildur
snýr þolinmóð aftur til föðurhúsa. Greifinn
lætur njósna um hana, en njósnararnir segja
allir að hún sinni húsverkum sínum í kotinu
af mikilli skyldurækni og kvarti ekki. Árin líða
og loks tilkynnir greifinn að hann ætli sér að
giftast aftur, í þetta skipti tólf ára gamalli