Börn og menning - 01.09.2011, Side 19
Sögukerlingar
19
hefðardömu. Hann skipar Gríshildi að snúa
aftur til hallarinnar til að þjóna til borðs í
brúðkaupinu. Gríshildur snýr til baka og
þjónar af bestu getu. En viti menn! í stað
þess að giftast barninu, þá faðmar greifinn
Gríshildi, kyssir hana og segir að hún hafi
loks sannað góðmennsku slna og þolinmæði
fyrir sér, guði og alþjóð. Brúðurin er í raun
elsta dóttir hennar sem greifinn hafði ekki
drepið, bara falið, og Gríshildur, greifinn
og börnin lifa hamingjusamlega í höllinni til
æviloka.
Útgáfufjöldi
hessi saga flakkaði á milli landa I Evrópu
á miðöldum, frá Boccaccio til Petrarca til
Chaucers. Scarlatti og Vivaldi gerðu óperur
eftir henni á átjándu öldinni og Maria
Edgeworth, einn fyrsti kvenrithöfundur
Evrópu, skrifaði skáldsögu f byrjun nítjándu
aldarinnar sem byggðist á söguþræðinum.
Og það var ekki aðeins á meginlandinu
sem sagan naut mikilla vinsælda. Árið 1914
safnaði Halldór Hermannsson, prófessor í
norrænum fræðum við Cornell-háskólann,
íslenskum útgáfum af sögunni af Gríshildi.
Þær reyndust vera skelfilega margar, þannig
að eitthvað I sögunni virðist hafa snert
íslensku þjóðarsálina. Halldór fann ellefu
útgáfur af Gríshildi á (slandi. Einni öld
síðar hélt íslenskufræðingurinn Reynir Þór
Eggertsson áfram leitinni og fann sjö útgáfur
til viðbótar hér á þessu litla landi.
Árið 1933 kom út 20 blaðsíðna mynd-
skreytt útgáfa af Gríshildi góðu og fleiri sögum
„Chaucers" í þýðingu Láru Pétursdóttur,
skærgul og í fullkominni stærð fyrir litla lófa.
Nú man ég ekki alveg af hverju mér fannst
Gríshildur vera hin fullkomna kona þegar
ég var átta ára, en ég man hvað mér leið
skelfilega illa eftir að ég sagði móður minni
frá þessari nýju eftirlætissöguhetju minni.
Mamma skammaði mig nefnilega hastarlega
fyrir þessa skoðun. „Greifinn er vondur,"
sagði hún við mig, „vondur við hana Gríshildi
og Gríshildur á ekki að vera þolinmóð, hún á
að vera reiðl" Ég tróð bókinni um Gríshildi
aftast í bókaskápinn minn og þorði ekki
að lesa hana aftur fyrr en ég var komin á
þrítugsaldurinn.
Það er þessi saga og leiðbeiningar móður
minnar um hvernig ég ætti að hugsa um
hana sem var ákveðinn vendipunktur í lífi
mínu, það er að segja ef við getum talað um
vendipunkta í lífi barns sem hefur ekki náð
tíunda árinu. Bókin gerði mig ekki bara að
femínista, heldur líka að bókmenntafræðingi,
því ég uppgötvaði að bækurnar sem ég
elskaði svo mikið væru ekki óbrigðular og
að hægt væri að túlka eina sögu á marga
mismunandi vegu.
Sagan af Gríshildi góðu var prentuð (
Islenzkum þjóðsögum og ævlntýrum,
þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem kom
út ( Leipzig 1862-1864. Og annarri útgáfu
af sögunni var skeytt við lengri útgáfu
þjóðsagnasafnsins sem kom út á síðustu
öld. Það var svo árið 2011 að ég settist
niður og las mig gegnum allar sögurnar í
þessu mikla safnverki. Markmiðið var að
uppgötva kvenhetjur. Ég vildi finna sögur af
skemmtilegum, íslenskum stelpum sem ég
gæti vakið aftur til lífsins og miðlað til ungra
lesenda í dag.
Nafnlausar sögukerlingar
Þegar ég hóf lesturinn gerði ég mér í
hugarlund að í þessum þjóðsagnabindum
væri að finna ógrynni af sniðugum
vinnustúlkum sem biðu æstar eftir að hoppa
út úr karllegu marmarabókbandi Jóns og
bregða á leik. Þjóðsögur og ævintýri eru
nefnilega eitthvað svo kvenleg hugum okkar.
Hugmyndin um ömmu gömlu sem segirokkur
ævintýri er algeng klisja, ekki bara hérna á
íslandi, heldur um allan hinn vestræna heim.
í hausum gömlu kerlinganna er varðveittur
hinn íslenski sagnaarfur, læstur í hugarheimi
kvenna þar til að karlrithöfundurinn frelsar
hann með því að skrásetja hann og gefa út.
í bók sinni From the Beast to the Blonde: On
Fairy Tales and Thelr Tellers greinir bandaríski
bókmenntafræðingurinn Marina Warner
hvernig hugmyndin um gömlu sögukonuna
hefur þróast I gegnum aldirnar og hvernig
sögukerlingin birtist I textum allt til dagsins
I dag. Warner bendir á að sögukerlingunni
hafi markvisst verið beitt til að auka
trúverðugleika þjóðsagna. Á nítjándu öldinni,
þegar Evrópumenn fóru að safna þjóðsögum,
var lögð mikil áhersla á að þessar sögur
væru komnar beint frá gömlu konunum
úti I sveitunum. Þegar Grimmsbræður birtu
þjóðsögurnar sínar I Þýskalandi létu þeir
fylgja með á titilsíðu bókarinnar mynd af
einni af þessum sögukonum, svona eins og til
að undirstrika sannleiksgildi sagnanna.
Það skipti þó ekki öllu máli hvort
sögukonan væri nafngreind því það virðist
hafa verið ríkjandi sú hefð að gera þær
að nafnlausum sveitakerlingum. Þekktasta
sögukona Grimmsbræðra var Dórótea
Viehmann. Hún var af lægri millistétt.