Börn og menning - 01.09.2011, Qupperneq 23

Börn og menning - 01.09.2011, Qupperneq 23
Pabbi les 23 gæta að skrímslum, svo dæmi séu tekin, allt þar til hann liggur svefndrukkinn á gólfinu við rúmstokk sonar síns og Einar Áskell neyðist sjálfur til að breiða teppi yfir aðframkominn föður sinn. Kári hefur einnig farið að fordæmi Eínars Áskels í bókinni Bittu slaufur, Einar Áskell. Hann lætur sér þó ekki nægja að binda saman stóla, borð og aðra innanstokksmuni, heldur hleypur hann oft og tíðum í humátt á eftir foreldrum sinum og festir þau saman með alls kyns rembihnútum. í bókinni hefur Einar Áskell, þá fimm ára, lært að hnýta slaufur og öfugt við það sem gerist i Góða nótt, Einar Áskell verður uppátækið föður hans að lokum til góðs því hann þarf ekki lengur að beygja bogið bakið til að hnýta skó sonar síns. Það er því engin ástæða að örvænta yfir frekari lestri Kára á Einari Áskeli og uppátækjum hans ef fer sem horfir og lífið heldur áfram að herma eftir listinni. Höfundur er útgefandi og íslenskufræðingur

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.