Börn og menning - 01.09.2011, Side 24

Börn og menning - 01.09.2011, Side 24
24 Börn og menning Guðrún Elsa Bragadóttir Bók um frið, stríð, vináttu, lifnaðarhætti flugna og allt sem skiptir raunverulega máli Hvað er hægt að segja um flugu sem stöðvar stríð og lendir á forsíðum allra helstu dagblaða heimsins? Bókin sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin í ár, Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, fjallar um flugur sem eru ósáttar við óréttlæti heimsins og sameinast um það eina markmið að koma á friði hjá dýrum og mönnum. Stríð hafa nefnilega ekki bara skelfileg áhrif á líf mannanna, heldur líka tegundanna sem búa með þeim. Eins og til dæmis húsflugna. Flugurnar flýja heimili sitt Húsflugurnar Kolkex, Hermann Súkker og Flugan hafa búið lengi í sama húsinu, með sama fólkinu og lifað hefðbundnu og friðsælu flugnalífi, þegar svolítið hræðilegt gerist. Heimilisfólkið ákveður að panta rafknúinn flugnaspaða á sérstöku sumartilboði, sem þulurinn í Sjónvarpsmarkaðinum segir „snöggsteikja allar tegundir flugna á augabragði með vægu raflosti" (bls. 14). Flugurnar verða bæði áhyggjufullar og hryggar yfir þessari ákvörðun, enda líður þeim vel á heimilinu þar sem þær hafa hingað til aðallega dundað sér við jafn sakleysislegar athafnir og að spjalla, borða, horfa á sjónvarpið og skoða heimskortið sem hangir upp á vegg. Þótt manneskjurnar hafi slegið til þeirra af og til, hefur ekkert búið flugurnar undir þetta. Á meðan flugurnar bíða eftir að böggullinn sem mun að öllum líkindum ráða örlögum þeirra detti inn um dyralúguna er heimildamyndaþáttur sýndur í sjónvarpinu. Kolkex, sjónvarpssjúklingurinn í hópnum, kemur fljúgandi á fullri ferð um leið og þátturinn er búinn með mikilvægar fréttir: „Það eru til manneskjur sem hreinlega elska húsflugur," sagði hún svo. „Þessar manneskju heita munkarnir I Nepal. Þátturinn f sjónvarpinu var um þá og það besta er að þeir eru til í alvörunni!" „Manneskjur sem elska húsflugur?" átu flugurnar upp eftir henni. „Til í alvörunni?" „Já," svaraði Kolkex um hæl og endurtók síðan orðrétt það sem sagt hafði verið í sjónvarpinu: „Munkarnir í Nepal gera ekki flugu mein!" Flugan sem stöðvaði striðið, bls. 21-22. Flugurnar ákveða þá að flýja heimili sitt og leita athvarfs hjá munkunum friðsælu í þangað koma flugurnar við f borginni Assambad, þar sem þær kynnast gestrisnum flugum sem búa á kebabstaðnum Grillað kjöt. Þótt við vitum aldrei fyrir vfst hvaðan þær Kolkex, Flugan og Hermann Súkker eru, verður alveg Ijóst að þær eru vestrænar flugur þegar þær koma til þessarar fjarlægu borgar, arabiska letrið er þeim framandi og þær lýsa blæjum heimamanna sem „húfum sem ná alla leið niður á tær". í Assambad kynnast flugurnar annarri fjandsamlegri hlið mannfólksins, því þar ríkir mikill ófriður og von er á árás frá

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.