Börn og menning - 01.09.2011, Blaðsíða 25
Flugan sem stöðvaði stríðið
25
herjum stríðsforingjans í Bad á hverri stundu.
í þetta sinn kemur það flugunum þó ekki svo
mjög á óvart að mennirnir skuli skaða hver
annan, dýrategund sem er svo brjáluð að
henni dettur í hug að búa til bráðdrepandi
rafmagnsflugnaspaða er til alls líkleg.
Enginn friður fyrr en stríðinu er lokið
Flugurnar fara með rútu frá Assambad til
Nepal, þar sem þær dvelja meðal munkanna
í nokkra daga. Það er notalegt að búa með
mönnum sem lifa í sátt við allar lífverur, en
flugurnar sakna fljótt Assambad og vina
sinna, sem þær óttast að séu í mikilli hættu
vegna stríðsins sem var um það bil að bresta
á þegar þær yfirgáfu borgina. Þær Flugan,
Flermann Súkker og Kolkex geta ekki dvalið
I mestu makindum ínnan klaustursveggjanna
á meðan þær vita af vinum sínum í neyð. Því
leggja þær á ráðin um að stöðva strfðið og
snúa aftur til Assambad.
í þessum síðustu köflum bókarinnar fer
frásögnin heldur betur á flug, atburðarásin
er hröð og spennandi og loks sorgleg og
falleg á sama tíma. Flugurnar, sem undu sér
vel við sjónvarpsgláp og sykurát í upphafi
bókar, verða aktivistar sem berjast fyrir friði
með beinum aðgerðum. Við lestur þessa
kafla áttar lesandi sig á því hversu mikilvægt
það er að bækur eins og Flugan sem stöðvaði
stríðið séu skrifaðar. Fjallað er um erfiðar
og alvarlegar staðreyndir um lífið þannig að
von vaknar um að ef til vill sé hægt að gera
eitthvað, að baráttan sé ekki töpuð. Svo er
frásögnin líka fyndin.
Örlög flugna
Það verður að viðurkennast að undirrituð
renndi svolítið hratt í gegnum bókina við
fyrsta lestur, af einskærri forvitni um það
hvernig fluga getur eiginlega stöðvað stríð
og hvernig í ósköpunum dagblöðin gátu
komist að því að henni væri fyrir að þakka.
Það veitti því ekki af öðrum lestri, en á
meðan á honum stóð kom í Ijós hversu mikið
af skemmtilegum smáatriðum er að finna á
hverri blaðsíðu.
Það skemmtilegasta við söguna er það
að hún er sögð frá sjónarhorni flugna.
Úrræðagóðra, fyndinna og í alla staði mjög
viðfelldinna flugna. Þetta verður til þess
að heillandi myndum er brugðið upp af lífi
þeirra — til dæmis er því lýst nokkuð ítarlega
hvað ber fyrir augu Flugunnar og Flermanns
Súkker þegar þær láta sig hanga öfugar á
sykurkarsbrún við sólsetur og virða fyrir sig
litadýrðina í sykurhrúgunni — á meðan lítið
púðurfer í að lýsa manneskjum. Sjónarhornið
er þó nauðsynlegt til að lesendur nái að
tengjast flugunum og láti sig örlög þeirra
varða.
Á ferðalaginu sýna flugurnar ekki aðeins
ótrúlegt hugrekki, heldur fá hæfileikar þeirra
á ólíkum sviðum líka notið sín. Kolkex hefur
lært margt um mennina á sjónvarpsáhorfi
sínu, Flugan ratar úti í hinum stóra heimi
vegna þess að hún hefur sérstakt dálæti
á heimskorti og hefur því rannsakað það
ótal sinnum skref fyrir skref og Hermann
Súkker hefur metnað fyrir því að skrifa
bók um húsflugur, en það er einmitt það
sem þær gera eftir ævintýrið mikla: þær
skrífa bók um reynslu sína. Frásögnin er því
nokkurs konar metafiksjón eða sjálfssaga,
í lok bókar standa flugurnar með handrit
hennar í framfótunum og skrifa undir það
ásamt félögum sínum í Assambad, eins og
til að votta um sannleiksgildi frásagnarinnar.
Þannig tekst flugunum að miðla reynslu sinni
af því að stöðva stríðið, ásamt heilmiklum
fróðleik um húsflugur, til mennskra lesenda.
Ég fæ ekki betur séð en að íslensku
barnabókaverðlaununum hafi verið vel varið
þetta árið.
Höfundur er meistaranemi í
bókmenntafræði