Börn og menning - 01.09.2011, Qupperneq 27
27
jafnvel út fyrir hana. Þar má nefna spurningu
númer 21: „Segir íslenskt móberg okkur
eitthvað um líf á Mars?" (bls. 29) í svari
kemur fram að móberg megi finna á Mars
sem sé vísbending um að þar hafi orðið
eldgos undir jökli. Bókin er mikið þarfaþing,
sérstaklega nú þegar svo mikil eldvirkni
hefur hrist upp í okkur íslendingum. Gosið
í Eyjafjallajökli kallar fram eina spurningu,
númer 33: „Af hverju var enginn hræddur
við gos í Eyjafjallajökli?" (bls. 44-45). í svarinu
má finna þá vitneskju að vísindamenn vissu
lítið um virkni öskjunnar sem finna má í kolli
jökulsins.
Svörin sem vísindamennirnir gefa við hverri
spurningu eru auðskilin og skýr og ættu að
vera aðgengileg ungum lesendum án þess
að vera of barnaleg að mati hinna fullorðnu
sem vilja einnig lesa sér til gagns og gamans.
Skýringarmyndir sem sýna vel landfræðilega
afstöðu gosbelta á Islandi og þau flekamót
sem finna má í Evrópu eru fremst og aftast
í bókinni.
Þá er að líta á bók Brynhildar um Jón
Sigurðsson, sjálfstæðishetju 19. aldar. Hún er
68 síður í brotinu 22x22 sm. Vatnslitamyndir
Sigurjóns Jóhannssonar er að finna á næstum
hverri opnu og eiga þær að gefa lesanda
innsýn í líf Jónsfrá barnæsku. Ekki er beinlínis
hægt að segja að Jón hafi verið glaðlegt barn
því hann er frekar þungbúinn á myndunum.
Það sama má segja um Ingibjörgu konu
hans, þrátt fyrir að hún hafi ekki lagt í vana
sinn að brosa á Ijósmyndum hefði teiknari
alveg mátt sveigja munnvik hennar upp á
við, svo sem á bls. 60 þar sem þau hjón
standa keik saman. Ýmsum á sennilega eftir
að bregða í brún þegar þeir sjá blaðsíðu 36.
Þar blasir við mynd af Fjölnismönnum en
tveir þeirra eru eins og augnstungnir, hvítir
kringlóttír blettir í augna stað. Líklegast eiga
þeir að vera með gleraugu en eitthvað hefur
teikningin mistekist.
Mikill texti er ( bókinni - Brynhildur byrjar
á léttu nótunum en svo þyngist textinn og
erfið orð skjóta upp kollinum, erfíð fyrir átta
ára börn og jafnvel eldri. Það er ólíklegt að
börn muni lesa bókina sér til skemmtunar, til
þess hallast hún of mikið í kennsluátt. Enda
segir í viðtalinu, sem fyrr er nefnt, að ekki sé
ólíklegt að bókin verði notuð i kennslu - og
þá ratar hún í hendur nemenda í áttunda
bekk grunnskóla því þeir eiga samkvæmt
aðalnámskrá að læra um karlinn hann Jón.
Bókin er skipulega upp sett, inn á milli
fróðleiks um sjálfstæðishetjuna góðu
Eldfjöll og óskabörn
koma fróðleiksmolar svo sem kaflar um
Kaupmannahöfn og óróa í danska rikinu
svo eitthvað sé nefnt. Vekja hefði mátt
áhuga ungra lesenda með því að gefa þeim
innsýn í líf Jóns sem fjölskyldumanns. En það
er ekki gert. Fátt er sagt af lífi hjónanna í
Jónshúsi, hvað þau aðhöfðust á tyllidögum,
hvernig þeim leið, hverjir komu í heimsókn.
Engar myndir eru frá heimíli þeirra, ekki einu
sinni tilraun til að teikna upp heldri manna
heimili. Jóni og Ingibjörgu varð ekki barna
auðið en þau tóku að sér Sigurð systurson
Jóns. Lesandi fær að fylgjast með honum
sem ungum sveini í Kaupmannahöfn hjá
þeim hjónum en svo bara gufar hann upp
svo spurningum um hann er ósvarað. Hvað
lærði hann? Eignaðist hann fjölskyldu? Hvar
bjó hann? Gera má ráð fyrir því að börnum
þyki gaman að vita hvað hefur orðið um
hann, hversu vel honum vegnar eftir að
unglingsárum sleppir.
Kaflinn um tækni á 19. öld er skemmtilegt
uppbrot á annars þurri umfjöllun um Jón og
sjálfstæðisbaráttuna. Þar minnist höfundur
á nokkrar tækninýjungar og segir Jón hafa
misst af ýmsum uppfinningum sökum þess
að vera uppi á rangri öld.
Mikinn fróðleik er að finna á spássíum
bókarinnar en letrið er með öðrum lit en letur
megintextans auk þess sem spássíutextinn
er skáletraður. Þetta getur virkað truflandi,
þá sérstaklega þegar litið er til þess hversu
mörg börn eiga við lestrarvanda af ýmsum
toga að stríða.
Þær bækur sem hér er fjallað um eru
ólíkar, bæði að efni og útliti. Heldur hallar á
Jón sjálfstæðishetju því bókin um eldgos og
eldfjöll er svo lífleg og fallega myndskreytt að
fái barn að velja er enginn vafi á hvor bókin
verði fyrir valinu.
Höfundur er framhaldsskólakennari