Börn og menning - 01.09.2011, Side 28
Sigurður H. Pálsson
Góðir galdrar eru til
Um uppfærslu Borgarleikhússins á „Galdrakarlinum i Oz"
Einhverju sinni var mér kennd sú regla að
tvennt ætti ekki heima á leiksviði: Börn
og dýr. Þetta má skilja á a.m.k. tvo vegu.
Annars vegar er þessum skepnum trúandi
til að taka upp á einhverju óvæntu þegar
sístskyldi. Hins vegar bætistsvo það við sem
ekki er minna um vert, að börn og dýr búa
yfir slíkum innbyggðum sjarma að jafnvel
þrautreyndir leikarar með sviðsnærveru á
háu stigi geta átt fullt I fangi með að halda
athygli áhorfandans þegar þess háttar
senuþjófum er hleypt á svið.
í uppfærslu Borgarleikhússins á Galdra-
karlinum I Oz hefur leikstjórinn Bergur Þór
Ingólfsson ákveðið að láta þessa gullnu
reglu lönd og leið. Hann opnar sviðið fyrir
fríðum hópi barna og unglinga, og til að
fullkomna glæpinn stígur á sviðið þegar
í upphafsatriðinu ákaflega snotur tfk af
Vesturhálanda-terrier-kyni. Ekki er hægt að
segja annað en að þessi djarfi leikur Bergs
gangi upp. Barnahópurinn kemur fram í
ýmsum ólíkum hlutverkum en sýnir allan
tímann af sér mikið öryggi, einbeitingu og
útgeislun, auk þess sem börnin hafa hvert
um sig greinilega söng, dans og leik vel á
valdi sínu. Á köflum minnti hópurinn einna
helst á vel smurt gangverk.
Af tíkinni Myrru er það að segja að hún
virðist afburða vel upp dregin og hlýðir
í flestu, ef ekki öllu. Sérlega þótti mér
skemmtilegt hvernig hún hnusaði af
líkamsleifum Austurnornarinnar, og þætti
mér gaman að vita hverju hefur verið smurt
á hræið. Þegar nokkuð var liðið á sýninguna
tók ég eftir því að hundinn vantaði stundum
þegar rökrétt hefði verið að hann væri á ferð
með Dóróteu. Hvort sem með þessu er verið
að hlífa dýrinu eða draga úr senuþjófnaði þá
er það eflaust vel til fundið.
Frammistaða annarra leikara er í öllum
aðalatriðum með ágætum, án þess að það
verði rakið ítarlega hér. Svo virðist sem
leikstjórinn hafi reynt, og tekist að mestu,
að losna við þennan týpíska óeðlilega
hátíðnitalanda sem vill loða við leikið
barnaefni - þennan sem fullorðnir hafa
yfirleitt ímugust á, og fátt bendir til að börn
kunni sérstaklega að meta.
Öll umgjörð sýningarinnar er í stuttu máli
sagt hin glæsilegasta. Leikmynd Snorra
Freys Hilmarssonar er dálítið drungaleg, og
eykur þannig á ógnina sem er sínálæg í
sögunni. Strax í upphafsatriðinu sjáum við
bæjarhúsin á heimili Dóróteu í Kansas halla
(skyggilega, sem gefur til kynna að einhver
skelfing er í uppsiglingu. Nú er sá sem hér
skrifar alla jafna enginn sérstakur aðdáandi
margmiðlunar í leikhúsi. Oftast nær er hún
pirrandi, tilgerðarleg, biluð eða allt þetta
I senn. í Oz getur að líta undantekningu
frá þessu. Á baktjaldinu er sífellt eitthvað
um að vera - ekki einhver myndasýning
sem er slitin frá öðru á sviðinu og stelur
athygli að óþörfu, heldur bein framlenging
leikmyndarinnar. Stundum er erfitt að greina
það sem sýnt er á tjaldinu frá hlutum sem
standa á sviðinu, og fljótlega hættir sú
aðgreining að skipta áhorfandann máli.
Lengst af er hreyfingin á tjaldinu ekkert meira